Jörðin hlýnar áfram

Ís á Norðurskautinu heldur áfram að bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar.
Ís á Norðurskautinu heldur áfram að bráðna vegna hnattrænnar hlýnunar. AFP

Banda­ríska geim­vís­inda­stofn­un­in NASA og haf- og lofts­lags­stofn­un­in NOAA hafa nú staðfest að árið 2014 er heit­asta ár frá því mæl­ing­ar hóf­ust árið 1880. Þró­un­in er í sam­ræmi við þá hnatt­rænu hlýn­un sem á sér stað á jörðinni. Níu af tíu heit­ustu árum sem mæl­ing­ar ná til hafa orðið eft­ir árið 2000.

Frá ár­inu 1880 hef­ur meðal­hiti við yf­ir­borð jarðar hækkað um 0,8°C, aðallega vegna auk­inn­ar los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um út í and­rúms­loftið. Meiri­hluti þeirr­ar hlýn­un­ar hef­ur átt sér stað á und­an­förn­um þrem­ur ára­tug­um, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu NASA.

Yf­ir­borðshiti yfir sjó var rúmri hálfri gráðu yfir meðaltali 20. ald­ar og er það mesti meðal­hiti eins árs sem mælst hef­ur. Meðal­hiti við yf­ir­borð lands var einni gráðu yfir meðaltali 20. ald­ar. Það er fjórða hæsta meðaltal sem mælst hef­ur.

„Þetta er nýj­asta árið í röð hlýrra ára, í röð hlýrra ára­tuga. Þó að staða hvers árs geti verið háð óreiðukenndu veðurfari þá má rekja þró­un­ina til lengri tíma til lofts­lags­breyt­inga sem verða að mestu leyti vegna los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um þessa stund­ina,“ seg­ir Gavin Schim­idt, fram­kvæmda­stjóri Godd­ard-geim­rann­sókna­stofn­un­ar NASA í New York sem rann­sakaði meðaltal yf­ir­borðshita jarðar­inn­ar.

Bú­ast við sveifl­um en al­mennri hlýn­un

Þrátt fyr­ir að árið í fyrra sé það heit­asta hingað til og það sé hluti af hnatt­rænni hlýn­un til lengri tíma litið eiga vís­inda­menn von á að sveifl­ur verði á meðal­hita­stigi jarðar­inn­ar á milli ára, meðal ann­ars vegna veður­fyr­ir­bæri eins og El niño. Slík veðra­kerfi geta hækkað og lækkað hita­stig í Kyrra­hafi og er talið að það sé ástæðan fyr­ir því að kúrfa hlýn­un­ar jarðar hafi flast út und­an­far­in fimmtán ár.

Hita­stig á hverju svæði er háð meiri sveifl­um í veðurfari en meðal­hita­stig jarðar­inn­ar. Þannig voru hlut­ar miðvest­ur­ríkja og aust­ur­strand­ar Banda­ríkj­anna óvenju­kald­ir í fyrra en í Alaska, Kali­forn­íu, Arizona og Nevada var árið í fyrra það heit­asta í sög­unni. Met voru einnig brot­in í Rússlandi, hluta Suður-Am­er­íku, aust­ur- og vest­ur­strönd Ástr­al­íu, Norður-Afr­íku og í mest­allri Evr­ópu.

Haf­ís á Norður­skaut­inu hélt áfram að drag­ast sam­an. Útbreiðsla hans var sú sjötta minnsta á ár­inu af þeim 36 árum sem vís­inda­menn hafa mæl­ing­ar yfir. Haf­ís­inn við Suður­skautslandið er hins veg­ar áfram með mesta móti, annað árið í röð, skv. niður­stöðum NOAA.

Hér fyr­ir neðan má sjá mynd­skeið frá Godd­ard-geim­rann­sókna­stofn­un NASA um hita­stig jarðar í fyrra.

Til­kynn­ing NASA um meðal­hita jarðar­inn­ar árið 2014

mbl.is