Slapp frá veiðiþjófum og eignaðist kálf

Nashyrningar að fá sér að drekka. Myndin er úr safni.
Nashyrningar að fá sér að drekka. Myndin er úr safni. AFP

Thandi, nas­hyrn­ing­ur sem veiðiþjóf­ar stór­sköðuðu og var nær dauða en lífi, hef­ur nú eign­ast heil­brigðan kálf. Thandi varð fyr­ir árás veiðiþjófa í Suður-Afr­íku árið 2012 og eft­ir hana tók við langt bata­ferli. Það eru því mikl­ar gleðifrétt­ir að hún skuli nú hafa eign­ast af­kvæmi, ekki síst vegna þess að stofn­inn á und­ir högg að sækja. Í fyrra voru um 1000 nas­hyrn­ing­ar felld­ir í Suður-Afr­íku.

Kálf­ur­inn fædd­ist á þriðju­dag. Um leið og hann gat gengið fór Thandi með hann afsíðis í þjóðgarðinum Kariega þar sem hún býr.

Það tók Thandi lang­an tíma að fara að treysta fólki aft­ur í kjöl­far árás­ar­inn­ar. Í árás­inni var horn henn­ar sagað af og hún svo skil­in eft­ir í blóði sínu ásamt tveim­ur karl­kyns nas­hyrn­ing­um. Ann­ar þeirra drapst strax og hinn lifði aðeins í fáar vik­ur.

Nafnið Thandi þýðir „sú sem er elskuð“ á tungu­máli inn­fæddra, is­iXhosa. Það tók hana um þrjú ár að jafna sig og þurfti hún að gang­ast und­ir marg­ar skurðaðgerðir.

Thandi og kálf­in­um heils­ast vel. Ekki er enn búið að nefna kálf­inn.

mbl.is