Myndband af hundi og sel að kúra saman á strönd hefur vakið mikla athygli á netinu, en atvikið má telja mjög óvenjulegt. Félögunum virðist líka mjög vel við hvorn annan, og eru þeir hinir bestu mátar.
Ekki er ljóst hver festi atvikið á filmu, en tugir þúsunda hafa þó horft á myndbandið á Youtube. Sjón er sögu ríkari.