Mikil reiði vegna aftöku Brasilíumanns

Marco Archer Cardoso Moreira var handtekinn árið 2003. Hann var …
Marco Archer Cardoso Moreira var handtekinn árið 2003. Hann var tekinn af lífi í gær. EPA

Stjórnvöld í Brasilíu eru æf vegna ákvörðunar indónesískra yfirvalda að taka brasilískan ríkisborgara af lífi sem var fundinn sekur um fíkniefnasmygl.

Marco Archer Cardoso Moreira, sem var 53 ára, var handtekinn í Indónesíu árið 2003 á flugvellinum í Jarkarta eftir að 13,4 kíló af kókaíni fundust í falin í svifflugu hans. 

Brasilísk stjórnvöld segja að Moreira sé fyrsti ríkisborgari landsins sem er tekinn af lífi erlendis. Þau segja ennfremur að þetta hafi skaðað samskipti ríkjanna. 

Alls voru sex fangar teknir af lífi í gær. Þeir voru frá Hollandi, Nígeríu, Indónesíu, Víetnam og Malaví. Fangarnir höfðu allir hlotið dóma vegna fíkniefnamála. Þeir mættu aftökusveit skömmu eftir miðnætti að staðartíma. 

Fimm þeirra voru teknir af lífi á eyjunni Nusa Kambangan. Víetnömsk kona var hins vegar tekin af lífi í bænum Boyolali.

mbl.is