Kjósa um hvort loftslagsbreytingar séu raunverulegar

Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, lagði tillöguna fram sem ætlað …
Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður frá Vermont, lagði tillöguna fram sem ætlað er að neyða repúblikana til að skýra afstöðu sína til loftslagsbreytinga. AFP

Öld­unga­deild Banda­ríkjaþings mun að lík­ind­um greiða at­kvæði í þess­ari viku um það hvort að lofts­lags­breyt­ing­ar séu raun­veru­lega að eiga sér stað á jörðinni. Til­lög­unni er ætlað að neyða re­públi­kana sem af­neita vís­ind­un­um að baki til þess að gang­ast við þeim skoðunum sín­um op­in­ber­lega.

Óháði þingmaður­inn Bernie Sand­ers frá Vermont-ríki lagði til­lög­una fram. Hún geng­ur út á að öld­unga­deild­in viður­kenni að lofts­lags­breyt­ing­ar séu raun­veru­leg­ar, þær séu af völd­um manna og að nauðsyn­legt sé að Banda­ríkja­menn breyti orku­kerfi sínu til að draga úr vægi jarðefna­eldsneyt­is og auka vægi end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa.

Til­lag­an er ein af mörg­um breyt­ing­ar­til­lög­um sem lagðar hafa verið fram við frum­varp um hina um­deildu Keyst­one XL-olíu­leiðslu sem fyr­ir­hugað er að leggja frá Kan­ada yfir Banda­rík­in. Mitch McConn­ell, leiðtogi meiri­hluta re­públi­kana í öld­unga­deild­inni, seg­ir að umræða muni fara fram um all­ar til­lög­urn­ar.

Formaður vís­inda­nefnd­ar seg­ir lofts­lags­breyt­ing­ar „stærsta gabbið“

Eng­ar lík­ur eru á því að til­laga Sand­ers verði samþykkt enda hef­ur for­ysta re­públi­kana­flokks­ins um ára­bil neitað því að lofts­lags­breyt­ing­ar eigi sér stað og hef­ur staðið gegn aðgerðum til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Þannig skrifaði til dæm­is Jim In­hofe, formaður vís­inda­nefnd­ar öld­unga­deild­ar­inn­ar, bók árið 2012 sem bar titil­inn „Stærsta gabbið: hvernig sam­særið um hnatt­ræna hlýn­un ógn­ar framtíð þinni“.

Sand­ers viður­kenn­ir enda að til­gang­ur­inn sé ekki að fá til­lög­una samþykkta held­ur að draga þess­ar skoðanir re­públík­ana fram í dags­ljósið.

„Það mik­il­væga er að ég held að við séum á mjög hættu­legri braut sem þjóð þegar að meiri­hlut­inn í banda­ríska þing­inu er til­bú­inn til að hafna vís­ind­um. Mér finnst það vera mik­il­vægt að re­públi­kan­ar segi kjós­end­um sín­um, að þeir segi banda­rísku þjóðinni og segi heim­in­um hvort þeir fall­ist á vís­ind­in eða ekki,“ seg­ir Sand­ers í sam­tali við The Guar­di­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina