Algjör kelukisi í Kattholti

Hringur (t.v.) ásamt vini sínum í Kattholti.
Hringur (t.v.) ásamt vini sínum í Kattholti. Af Facebook Kattholts

„Það er ótrú­legt að fylgj­ast með Hringi (svarti og hvíti kött­ur­inn) í kring­um aðra ketti. Hann nudd­ar sér upp við þá og þvær þeim. Hring­ur er u.þ.b. þriggja ára fress, mjög blíður og kel­inn,“ seg­ir um kött­inn Hring á Face­book-síðu Katt­holts. Hér að neðan má sjá mynd­skeið af hon­um að þrífa vini sína í at­hvarf­inu.

Hring­ur er einn fjölda heim­il­is­lausra katta sem bíða þess að verða ætt­leidd­ar á góð heim­ili á Íslandi.

Yf­ir­leitt er ekki hægt að fá kisu með sér heim sam­dægurs, stend­ur á Face­book-síðu Katt­holts, held­ur þarf að bíða í nokkra daga á meðan kis­an er send í geld­ingu/​ófrjó­sem­isaðgerð, ör­merk­ingu og orma­hreins­un.

Ef þið hafið ein­hverj­ar spurn­ing­ar, hafið sam­band í síma 567-2909 eða lítið við í Katt­holti í Stang­ar­hyl alla virka daga kl. 14-16.

mbl.is