Olíufyrirtæki nota andrúmsloftið sem holræsi

Al Gore, fv. varaforseti Bandaríkjanna, á efnahagsráðstefnunni í Davos í …
Al Gore, fv. varaforseti Bandaríkjanna, á efnahagsráðstefnunni í Davos í fyrra. AFP

Nauðsyn­legt er að leggja gjald á brennslu kol­efna og skilja stór­an hluta af jarðefna­eldsneyt­is­forða jarðar­inn­ar eft­ir óhreyfðan, að mati Al Gore, fv. vara­for­seta Banda­ríkj­anna. Hann seg­ir olíu­fyr­ir­tæki heims vilja halda rétti sín­um til að nota and­rúms­loft jarðar eins og hol­ræsi.

Í sam­tali við breska blaðið The Guar­di­an á efna­hags­ráðstefn­unni í Dav­os í Sviss sagði Gore, sem hef­ur verið öt­ull bar­áttumaður í um­hverf­is­mál­um und­an­far­in ár, að al­menn­ing­ur yrði að þrýsta á um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. EKki væri hægt að halda áfram á sömu braut og brenna olíu, kol­um og gasi sem valda hnatt­rænni hlýn­un og lofts­lags­breyt­ing­um.

„Fyr­ir­tæk­in standa fast á rétti sín­um til að nota and­rúms­loftið okk­ar eins og opið hol­ræsi. Í London fyr­ir mörg­um árum tengdi fræg­ur lækn­ir sam­an skolp og malaríu. Núna erum við að tengja sam­an óhreina orku og óhrein veður og til þess að knýja á um þær upp­byggi­legu aðgerðir sem eru nauðsyn­leg­ar þá þurf­um við að setja verðmiða á kol­efni,“ seg­ir Gore sem sjálf­ur hef­ur fjár­fest í end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um.

Ekki hlýnað um 4°C á jörðinni í tugi millj­óna ára

Breski hag­fræðing­ur­inn Stern lá­v­arður, sem gaf út fræga skýrslu um hagræn atriði sem varða lofts­lags­breyt­ing­ar árið 2006, seg­ir það ekki koma á óvart að for­svars­menn ol­íuiðnaðar­ins reyni að verja sinn hlut. Það sé hins veg­ar ómögu­legt að brenna öllu jarðefna­eldsneyti jarðar­inn­ar á hræðilegra af­leiðinga.

Meðal­hiti jarðar hafi ekki hækkað um 3°C í þrjár millj­ón­ir ára og tug­ir millj­óna ára séu síðan hann hækkaði um 4°C. Það sé hins veg­ar sá raun­veru­leiki sem jarðarbú­ar standi frammi fyr­ir miðað við nú­ver­andi los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

„Það eru marg­ir í jarðefnaiðnaðinum, í olíu, gasi og kol­um, sem vilja trúa því að þeir verði í ráðandi stöðu í orku­mál­um næstu öld­ina. Það sem þeir leggja til væri brjálæði og glæfra­legt þannig að spurn­ing er hversu hratt verður þrýst á um að eitt­hvað annað verði gert í staðinn,“ seg­ir Stern.

Viðtal The Guar­di­an við Al Gore og Stern lá­v­arð

mbl.is