Lögðu til fjölgun virkjanakosta

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lagði munnlega til á fundi nefndarinnar í morgun breytingatillögu á rammaáætlun, um að skoðaðir yrðu fjórir virkjanakostir til viðbótar við Hvammsvirkjun. Þessir kostir eru í bið en lagt var til að skoðað yrði hvort þeir ættu að vera í nýtingarflokki.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, greindi frá þessu við upphaf þingfundar á Alþingi í morgun og mótmælti um leið harðlega vinnubrögðunum. Fjöldi þingmanna tók undir með Lilju, og voru vinnubrögð meirihlutans harðlega gagnrýnd. Þá var forseti þingsins hvattur til að gera hlé á fundinum til að kalla forsætisnefnd þingsins saman og fara yfir þessi mál.

Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, vísaði gagnrýninni á bug, og sagði aðeins standa til að skoða hvort þessir kostir ættu heima í nýtingarflokki og að umsagnarfrestur hefði verið gefinn fram í miðjan febrúar. Í nóvember síðastliðnum lagði Jón til að skoðaðir yrðu átta virkjanakostir til viðbótar og mætti sú fyrirætlan mikilli andstöðu á þinginu.

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, samþykkti að boða til fund­ar í for­sæt­is­nefnd í há­deg­is­hléi, og funda með þing­flokks­for­mönn­um. Hins veg­ar geti hvorki for­seti né þing­flokks­for­menn tekið fram fyr­ir hend­urn­ar á at­vinnu­vega­nefnd. Þing­inu er ætlað hlut­verk til að gera breyt­ing­ar á þing­mál­um og tel­ur for­seti þingið hafa mikið svig­rúm til þess.

„Á skjön við gildandi lög“

Virkjanirnar sem um er að ræða eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun í Þjórsá og svo Hagavatnsvirkjun, samkvæmt því sem kom fram á Alþingi í morgun. Ekki er búið að leggja fram neina skriflega tillögu um málið.

Ró­bert Mars­hall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði Jón Gunn­ars­son hafa lagt fram átta virkj­un­ar­kosti, en þeim hafi verið fækkað í fjóra. „Það er klár­lega á skjön við ramm­a­áætl­un. Það er hlut­verk ráðherra að leggja til til­færslu á virkj­un­ar­hug­mynd­um.“ Einn kost­anna hef­ur ekki hlotið af­greiðslu verk­efna­stjórn­un­ar, Haga­virkj­un.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, tók undir með Róberti og sagði mikla skammsýni vera hér á ferðinni. Þá væri klárlega verið að fara á skjön við gildandi lög. „Menn settu lög um hvernig á að standa að virkj­un­um til að reyna að skapa frið um virkj­an­a­starf­semi og nátt­úru­vernd. Hér er ein­fald­lega verið að sprengja upp þá sátt. Það er klár­lega gegn ákvæðum lag­anna, en meiri­hlut­inn get­ur auðvitað breytt lög­un­um.“

Bjarkey Ol­sen tók und­ir með stjórn­ar­and­stöðuþing­mönn­un­um og vonaðist til að þing­for­seti myndi bregðast við og hleypti mál­inu ekki áfram. „Það er ekki hægt að láta bjóða sér að svona sé unnið með ramm­a­áætl­un. Starf­semi þings­ins er und­ir. Þetta mál er ekki til þess fallið að skapa frið um dag­skrá þings­ins.“

Þá tók formaður nefndarinnar aftur til máls og sagði að verið væri að ýja að því að atvinnuveganefnd væri ekki að fara að lögum. „Verk­efna­stjórn gerði til­lögu til ráðherra og gerði til­lögu um einn nýt­ing­ar­kost. Nefnd­in er ráðgef­andi. Ef þingið mátti ekki í hreyfa við þessu, af hverju var þá verið að senda það til þings­ins, ef það var vilji lög­gjaf­ans að það væri þings­ins að stimpla málið óbreytt. Við erum að senda þetta mál til um­sagn­ar.“

Fjöldi þingmanna tjáði sig um málið, og var forseti Alþingis jafnframt gagnrýndur fyrir túlkun sína á þessari atburðarás. „Þetta mál er ekki bara háð venju­legri þing­legri meðferð eða meiri­hluta í nefnd­um. Um svona mál gilda sér­stök lög, hvernig á að breyta virkj­un­ar­kost­um og færa milli flokka. Í þeim lög­um seg­ir að ráðherra eigi að gera til­lög­um um nýja virkj­ana­kosti á grund­velli um­sagn­ar á verk­efna­stjórn­inni, ekki formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar. Hér er því um lög­brot að ræða,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar.

Kristján L. Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og fulltrúi flokksins í atvinnuveganefnd, lagði fram eftirfarandi bókun í nefndinni í morgun:

Undirritaður mótmælir vinnubrögðum meirihluta nefndarinnar við málsmeðferð á þingmáli nr. 244 Áætlun um vernd og nýtingu landssvæða (Hvammsvirkjun). Þ.e. að bæta við fjórum nýjum virkjunarkostum í og við vinnu nefndarinnar og á milli umræðna á Alþingi.

Ég tel að þessi málsmeðferð sé ekki í samræmi við lög um vernd og nýtingu landssvæða og harma það að ekki sé farið að þeim lögum. Þessi málsmeðferð meirihluta nefndarinnar mun skapa harðar deilur og úlfúð um þetta mikilvæga mál og viðkvæma málaflokk, þar sem nauðsynlegt er að skapa sem mesta sátt og eyða deilumálum.

Auk þess vil ég vekja athygli á því að umrætt mál var ekki á dagskrá fundarins og er tekið upp í lokin undir önnur mál þar sem m.a. þurfti að kalla inn nýja þingmenn svo meirihlutinn næði sínu fram.

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar.
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar. Styrmir Kári
mbl.is