ESB-tillaga lögð fram fyrir 26. mars

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra

For­seta Alþing­is var í vik­unni af­hent end­ur­skoðuð áætl­un um fram­lagn­ingu stjórn­ar­frum­varpa á vetr­ar- og vorþingi, svo­nefnd þing­mála­skrá, ásamt áætluðum út­být­ing­ar­degi. Í henni seg­ir að til­laga ut­an­rík­is­ráðherra um aft­ur­köll­un aðild­ar­um­sókn­ar að ESB verði lögð fram eigi síðar en 26. mars nk.

Þá er fyr­ir­vari gerður við fram­lagn­ingu til­lögu Gunn­ars Braga Sveins­son­ar ut­an­rík­is­ráðherra en orðrétt seg­ir í þing­mála­skránni: „Til­laga til þings­álykt­un­ar um að draga til baka um­sókn um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, ef til kem­ur“.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fjár­málaráðherra, sagði hins veg­ar á Alþingi í vik­unni að hann reiknaði með að til­laga Gunn­ars Braga kæmi fram á næstu dög­um. Og í byrj­un árs sagði Birg­ir Ármanns­son, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, að það muni skýr­ast í mánuðinum hvenær þings­álykt­un­ar­til­lag­an kem­ur fram.

mbl.is