Lögreglan í Bandaríkjunum stendur frammi fyrir mikilli áskorun um hvernig eigi að nota myndbandsupptökur af aðgerðum sínum. Til að greiða úr vandanum hafa sérfræðingar í slíkri tækni verið fengnir til skrafs og ráðagerða.
Meðal þess sem er til umfjöllunar er hvernig megi vernda börn og aðra óviðkomandi sem sjást á upptökur úr t.d. lögreglubílum þegar slík myndbönd eru birt opinberlega, eins og sífellt verður algengara.
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur verið harðlega gagnrýnd að undanförnu í kjölfar mála þar sem lögreglumenn hafa skotið óvopnaða, oftast svarta menn, án þess að vera ákærðir.