Óþekkjanlegir og vannærðir hundar

Hundarnir voru mjög illa á sig komnir.
Hundarnir voru mjög illa á sig komnir. mbl.is

Níu hund­ar, sem fund­ust ein­ir og yf­ir­gefn­ir í Winchester í Bretlandi, eru svo vannærðir og illa hirt­ir að þeir standa ekki í fæt­urna og ekki er hægt að bera kennsl á af hvaða teg­und þeir eru. Lög­regl­an hef­ur biðlað til al­menn­ings um upp­lýs­ing­ar vegna máls­ins.

Hund­arn­ir eru hugs­an­lega tald­ir portú­gals­ir vatns­hund­ar, púðlur eða ein­hver blanda þess­ara teg­unda. Hund­arn­ir fund­ust á þrem­ur stöðum í þorp­um í Winchester. Þeir hafa all­ir verið flutt­ir í dýra­at­hvarf þar sem þeir fá aðhlynn­ingu.

Frétt Sky um málið.

mbl.is