Níu hundar, sem fundust einir og yfirgefnir í Winchester í Bretlandi, eru svo vannærðir og illa hirtir að þeir standa ekki í fæturna og ekki er hægt að bera kennsl á af hvaða tegund þeir eru. Lögreglan hefur biðlað til almennings um upplýsingar vegna málsins.
Hundarnir eru hugsanlega taldir portúgalsir vatnshundar, púðlur eða einhver blanda þessara tegunda. Hundarnir fundust á þremur stöðum í þorpum í Winchester. Þeir hafa allir verið fluttir í dýraathvarf þar sem þeir fá aðhlynningu.