Vitnaði í biblíuna gegn loftslagsbreytingum

James Inhofe, formaður umhverfisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings.
James Inhofe, formaður umhverfisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Af Wikipedia

Formaður um­hverf­is­nefnd­ar öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings vitnaði í bibl­íu krist­inna manna um að lofts­lags­breyt­ing­ar væru alltaf að eiga sér stað. Hann sagði það bera vott um hroka að telja að menn gætu breytt lofts­lagi jarðar­inn­ar.

James In­hofe, öld­unga­deild­arþingmaður re­públi­kana, tók við for­mennsku í um­hverf­is­nefnd öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings nú í janú­ar eft­ir meiri­hluta­skipti urðu í henni. Hann hef­ur verið ein­hver mesti efa­semdamaður­inn um lofts­lags­breyt­ing­ar af völd­um manna á meðal re­públi­kana sem af­neita þeim flest­ir. Segja má að In­hofe hafi skrifað bók­ina um and­stöðu gegn lofts­lags­vís­ind­um enda skrifaði hann bók um hvernig kenn­ing­in um lofts­lags­breyt­ing­ar af völd­um manna væri „stærsta gabbið“ árið 2012.

Þegar þingmaður demó­krata lagði fram til­lögu um að öld­unga­deild­in ályktaði um að lofts­lags­breyt­ing­ar væru raun­veru­leg­ar og ekki gabb þá sætti In­hofe lags og studdi til­lög­una þar sem ekki var kveðið sér­stak­lega á um að lofts­lags­breyt­ing­arn­ar væru vegna los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um. In­hofe hef­ur margít­rekað að lofts­lags­breyt­ing­ar hafi alltaf átt sér stað í jarðsög­unni, án íhlut­un­ar manna. Hann greip til biblí­unn­ar máli sínu til stuðnings.

„Lofts­lagið er að breyt­ast og lofts­lagið hef­ur alltaf breyst. Það eru forn­leifa­fræðileg­ar vís­bend­ing­ar um það. Það eru biblíu­leg­ar vís­bend­ing­ar um það. Það eru sögu­leg­ar vís­bend­ing­ar um það. Gabbið er það að það er sumt fólk sem er svo hroka­fullt að halda að það sé svo valda­mikið að það geti breytt lofts­lag­inu. Maður­inn get­ur ekki breytt lofts­lag­inu,“ sagði In­hofe í þingsal.

Sam­hljóða álit vís­inda­manns­ins er að meðal­hita­stig jarðar­inn­ar sé að hækka og að los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um sé aðalástæða þess.

Hér fyr­ir neðan má sjá mynd­band af orðaskipt­un­um í öld­unga­deild­inni þar sem In­hofe vitn­ar til biblí­unn­ar gegn lofts­lags­breyt­ing­um af völd­um manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina