Segir útreikninga á nothæfisstuðli flugvallarins ófullnægjandi

Reykjavíkurflugvöllur
Reykjavíkurflugvöllur mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Það gerist áleitin sú spurning hvort sé mikilvægara í flugvallarmálinu að fá „rétta“ niðurstöðu eða faglega,“ sagði Sigurður Ingi Jónsson.

Hann var fulltrúi Fluggarða í vinnuhópi um áhættumat vegna fyrirhugaðrar lokunar á flugbraut 06/24, svonefndri neyðarbraut, á Reykjavíkurflugvelli. Sigurður Ingi segir að í hópnum hefðu verið flugöryggisfulltrúar flugrekstraraðila, allt flugmenn með langa reynslu af áætlunar- og sjúkraflugi. Vinnuhópurinn var leystur upp án þess að hann kæmist að formlegri niðurstöðu.

Isavia sendi frá sér yfirlýsingu sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þar kom fram að lokun brautar 06/24 myndi hafa óveruleg áhrif. Drög að niðurstöðu áhættumats Isavia hafa verið send Samgöngustofu til umfjöllunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: