Svipta hulunni af Grænlandsjökli

Austurhluti Grænlandsjökull séður í flugvél NASA.
Austurhluti Grænlandsjökull séður í flugvél NASA. NASA/Jim Yungel

Vís­inda­menn NASA hafa búið til fyrsta ít­ar­lega kortið af ís­lög­um djúpt í Græn­lands­jökli. Mæl­ing­arn­ar gera þeim kleift að ald­urs­greina ná­kvæm­lega mis­mun­andi hluta jök­uls­ins og gera sér grein fyr­ir því hvernig hann mun breyt­ast eft­ir því sem hann bráðnar af völd­um hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar.

Græn­lands­jök­ull er næst­stærsta ísþekja á jörðinni en vatnið sem er bundið í hon­um er nægi­legt til að hækka yf­ir­borð sjáv­ar um sex metra. Ísinn hef­ur bráðnað veru­lega und­an­farna tvo ára­tugi og hækk­andi hita­stig jarðar vegna los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda mun valda því að enn gangi á jök­ul­inn á kom­andi árum. Vís­inda­menn rann­saka því ís frá mis­mun­andi tíma­bil­um í lofts­lags­sögu jarðar­inn­ar til að átta sig á hvernig jök­ull­inn mun bregðast við breyt­ing­un­um.

Til þess að kort­leggja innviði jök­uls­ins notuðu vís­inda­menn NASA radar­merki sem þeir sendu í gegn­um ís­inn. Fyrri rann­sókn­ir höfðu kort­lagt innri lög íss­ins en ekki eins ít­ar­lega og nú hef­ur verið gert. Mæl­ing­arn­ar nú gera þeim kleift að ald­urs­greina ís­inn.

Sér­stak­an áhuga hafa vís­inda­menn á því að bera ástand jök­uls­ins nú sam­an við ís­lög frá Eem­ian-tíma­bil­inu svo­kallaða fyr­ir 115.000-130.000 árum. Þá var hita­stig jarðar svipað og það er nú. Radar­mæl­ing­arn­ar gefa mönn­um hug­mynd um hvar þau lög er að finna svo hægt sé að taka sýni úr ísn­um.

Upp­lýs­ing­arn­ar auðvelda mönn­um að gera spár um framtíðarbráðnun jök­uls­ins og hvernig hún mun hækka yf­ir­borð sjáv­ar.

„Fyr­ir þessa rann­sókn var gott lík­an af ísþekj­unni það sem var með nú­ver­andi þykkt og yf­ir­borðshraða á hreinu. Nú geta þeir líka unnið að því að hafa sög­una rétta sem er mik­il­vægt vegna þess að ísþekj­ur hafa langt minni,“ seg­ir Joe MacGreg­or, jökla­fræðing­ur hjá Texas-há­skóla.

Frétt á vef NASA um kort­lagn­ingu Græn­lands­jök­uls

mbl.is

Bloggað um frétt­ina