Klóraði sig upp úr gröfinni

Bart er frekar sjúskaður eftir slysið. Hann mun þó jafna …
Bart er frekar sjúskaður eftir slysið. Hann mun þó jafna sig að fullu að sögn lækna. Skjáskot af Youtube

Manni í Banda­ríkj­un­um var brugðið þegar heim­il­iskött­ur­inn mætti fyr­ir utan úti­dyra­h­urðina. Það var kannski vegna þess að fimm dög­um áður hafði hann grafið kött­inn.

Ell­is Hut­son fann kött­inn sinn Bart liggj­andi í blóði sínu eft­ir að hafa orðið fyr­ir bíl. Bart sýndi ekk­ert lífs­mark og var Hut­son því viss um að aum­ingja Bart væri far­inn á fund feðra sinna. Ræddi hann í síma við dýra­lækni, sem staðfesti grun hans. The In­depend­ent seg­ir frá þessu.

Í viðtali við frétta­stof­una Fox 13 seg­ir Hut­son frá því hvernig Bart birt­ist sprelllif­andi fimm dög­um eft­ir að hann var graf­inn. Dýra­lækn­ar sem hafa skoðað málið segja að lík­leg­ast hafi Bart fengið meðvit­und að nýju ofan í jörðinni og klórað sig upp. Talið er að Bart hafi verið í áfalli og falið sig í nokkra daga eða þar til hann varð svang­ur. Þá birt­ist hann við úti­dyr heim­il­is­ins. 

Við bíl­slysið fékk Bart al­var­legt höfuðhögg, kjálka­brotnaði og missti jafn­framt sjón á öðru auga. Dýra­lækn­ar telja þó að Bart muni lifa af. 

Í mynd­band­inu  hér að neðan má sjá mynd­ir af Bart eft­ir slysið og flótt­ann úr gröf­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina