Dóttir Houston meðvitundarlaus í baðkari

Bobbi Kristina Brown ásamt eiginmanni sínum Nick Gordon.
Bobbi Kristina Brown ásamt eiginmanni sínum Nick Gordon. AFP

Dóttir söngkonunnar Whitney Houston fannst meðvitundarlaus í baðkari í heimahúsi í Georgíu í morgun samkvæmt bandarískum lögregluyfirvöldum.

BBC greinir frá því að eiginmaður hinnar 21 árs gömlu Bobbi Kristina Brown hafi fundið hana í baðkerinu og þegar hafið endurlífgun ásamt vini þeirra.

Hún var færð á sjúkrahús og er sögð hafa verið á lífi og andað þegar þangað var komið.

Whitney Houston fannst látin í baðkari á hótelherbergi í febrúar 2012, þá 48 ára gömul. Houston drukknaði vegna kókaínnotkunar auk hjartasjúkdóms.

Whitney Houston.
Whitney Houston. Ljósmynd/AFP
mbl.is