„Við verðum alltaf saman“

Kai og Ian Russell eru glaðir saman.
Kai og Ian Russell eru glaðir saman. Af Facebook síðu SPCA

Hund­ur­inn Kai varð heims­fræg­ur eft­ir að hann var skil­inn eft­ir á lest­ar­stöð í Skotlandi. Kai fannst bund­inn við ferðatösku sem inni­hélt hans helstu eig­ur. Nú á Kai nýj­an eig­anda.

Kai fannst 2. janú­ar fyr­ir utan lest­ar­stöðina í Ayr. Í tösk­unni var kodd­inn hans, leik­fang, mat­ar­skál og mat­ur. Eft­ir að sagt var frá Kai bár­ust fjöl­marg­ar beiðnir frá fólki sem vildi fá að eiga hund­inn. Góðgerðarsam­tök­in SPCA sem hafa séð um Kai síðan hann fannst völdu Ian Rus­sell sem eig­anda Kai. Hann er 52 ára gam­all og tel­ur að það hafi verið ör­lög­in sem leiddu Kai og hann sam­an. 

„Ég er ótrú­lega glaður og hissa að ég hafi verið val­in af öllu þessu fólki,“ sagði hann í sam­tali við BBC. 

Rus­sell átti áður dalma­tíu­hund sem lést rétt fyr­ir jól og átti Rus­sell mjög erfitt með að höndla það. Átti hann hund­inn í fimmtán ár og voru þeir bestu vin­ir. 

Rus­sell seg­ir að hann og Kai munu eiga gott og æv­in­týra­ríkt líf sam­an. „Ég starfa út um allt Skot­land, aðallega ut­an­dyra og keyri hvert sem ég þarf í bíln­um mín­um. Kai kem­ur með mér og þegar það er hægt fær hann að hlaupa frjáls og leika sér á meðan ég vinn. Svo stökkv­um við inn í bíl­inn aft­ur og á næsta stað. Við verðum alltaf sam­an.“

Yf­ir­maður góðgerðarsam­tak­anna SPCA, Alan Grant, sagði að til­boð um að taka Kai hafi komið frá öll­um heims­horn­um. „Það komu til­boð frá stöðum eins og New York, Los Ang­eles, Frakklandi, Spáni og meira að segja Fil­ipps­eyj­um,“ sagði Grant í sam­tali við BBC. 

„Saga Kai var mjög sorg­leg og minnti marga á sögu bangs­ans Padd­ingt­on þar sem hann fannst yf­ir­gef­inn á lest­ar­stöð með ferðatösku.“

Grant er viss um að Kai muni lifa góðu lífi með nýja eig­anda sín­um. 

Saga hunds­ins Kai að skýr­ast

Marg­ir vilja taka að sér yf­ir­gefna hund­inn Kai

Hund­ur yf­ir­gef­inn með eig­ur sín­ar í tösku

Kai og ferðataskan hans.
Kai og ferðatask­an hans. Mynd af vef SPCA í Skotlandi.
mbl.is