Dauðastríðið tók fimm vikur

Systurnar Ingibjörg Rósa og Agla Sigríður Björnsdætur sáu á eftir …
Systurnar Ingibjörg Rósa og Agla Sigríður Björnsdætur sáu á eftir systur sinni, Solveigu, haustið 2012. Solveig var aðeins 41 árs er hún lést af völdum PML-heilabólgu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

­­­Sol­veig Björns­dótt­ir fædd­ist 30. júlí 1971. Hún lést í Eyj­ar­hól­um, Mýr­dals­hreppi, 9. októ­ber 2012. Bana­mein henn­ar var PML-heila­bólga af völd­um JC-veiru en frá því hún greind­ist með veiruna liðu aðeins fimm vik­ur þar til hún var öll. Ástæðuna má rekja til lyfja­gjaf­ar vegna sjálfsof­næm­is­sjúk­dóms­ins rauðir úlf­ar eða öðru nafni lup­us.

Syst­ur Sol­veig­ar, Agla Sig­ríður og Ingi­björg Rósa Björns­dæt­ur, vilja að fólki sé gerð grein fyr­ir áhætt­unni sem fylg­ir lyfja­gjöf sem þeirri sem Sol­veig fékk en þær segj­ast ekki geta ímyndað sér að neinn myndi kjósa sér dauðdaga eins og þann sem syst­ir þeirra þurfti að þola.

Hef­ur kostað tvö líf á Íslandi

Fyr­ir fimm árum, eða rúm­um tveim­ur árum áður en Sol­veig dó, hafði önn­ur kona lát­ist úr sama sjúk­dómi en hún hafði fengið Tysa­bri-lyfið við MS-sjúk­dómn­um. Á þeim tíma var ekki vitað um þá áhættu sem fylg­ir Tysa­bri og fleiri ónæm­is­bæl­andi lyfj­um.

MS (multiple scleros­is) er einn al­geng­asti tauga­sjúk­dóm­ur sem leggst einkum á ungt fólk á aldr­in­um 20-40 ára. Áætlað er að í öll­um heim­in­um séu um 2,5 milj­ón manna með MS. Á Íslandi gætu um 400 manns verið með MS. Or­sök MS er ekki þekkt en sjúk­dóm­ur­inn er tal­inn vera sjálfsof­næm­is­sjúk­dóm­ur, skrif­ar Sól­ey G. Þrá­ins­dótt­ir tauga­lækn­ir í grein sem birt er á vef MS-fé­lags­ins.

Sol­veig var ekki á Tysa­bri held­ur öðrum lyfj­um, sem líkt og Tysa­bri bæla ónæmis­kerfið niður. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lækn­um og hjúkr­un­ar­fræðing­um geta sjúk­ling­ar sem eru á mjög ónæm­is­bæl­andi lyfj­um fengið PML-heila­bólgu en það er afar sjald­gæft. Má þar nefna lyf sem AIDS-sjúk­ling­ar fá og mögu­lega sjúk­ling­ar á lyfjameðferð vegna til dæm­is eitilfrumuæxla eða hvít­blæðis en þá verður að vera um sér­stak­lega mikla ónæm­is­bæl­ingu að ræða.

Það er þekkt að PML get­ur komið upp hjá AIDS-sjúk­ling­um og mögu­lega hjá sjúk­ling­um á lyfjameðferð vegna t.d. eitilfrumuæxla eða hvít­blæðis þ.s. þeir eru sér­stak­lega mikið ónæm­is­bæld­ir. Jafn­framt geta lyf eins og MS-lyfið Tysa­bri aukið lík­ur á að JC-veir­an, sem yf­ir­leitt er sára­sak­laus, valdi þess­um skelfi­legu heila­bólg­um.

Hálf­gert til­rauna­dýr í mörg ár

Sol­veig barðist við veik­indi nán­ast alla sína ævi en hún var greind með gigt á barns­aldri. Ingi­björg Rósa seg­ir að þó svo Sol­veig hafi verið greind með gigt í barnæsku þá hafi hún ör­ugg­lega verið með rauða úlfa allt frá upp­hafi.

Fjöl­skyld­an bjó á þess­um tíma í Eyj­ar­hól­um í Mýr­dal og þurfti Sol­veig að sækja sér lækn­is­hjálp í Reykja­vík. Bjó hún um tíma hjá móður­syst­ur sinni og henn­ar fjöl­skyldu í Garðabæn­um eða eins og þær syst­ur segja – hún þurfti að fara að heim­an þrett­án ára göm­ul vegna veik­inda.

Má segja að þetta hafi markað upp­haf að því sem beið Sol­veig­ar því í mörg ár var hún hálf­gert til­rauna­dýr – henn­ar til­felli var ein­stakt og lækn­ar stóðu nán­ast ráðþrota gagn­vart veik­ind­um Sol­veig­ar; liðagigt, slit­gigt, mill­irifjagigt, æðaþrengsli, hjarta­galli, eru meðal þeirra sjúk­dóms­grein­inga sem Sol­veig fékk næstu árin eða þangað til hún er hálf þrítug og loks­ins greind með rauða úlfa.

Rauðir úlf­ar eru sjálfsof­næm­is­sjúk­dóm­ur og er tal­inn dæmi­gerður fyr­ir þenn­an flokk sjúk­dóma.  Á lat­ínu heit­ir þessi sjúk­dóm­ur lup­us erythematos­us dis­sem­inatus. Lup­us merk­ir úlf­ur og vís­ar til þess að sjúk­dóm­ur­inn get­ur verið al­gjör­lega óút­reikn­an­leg­ur og get­ur ráðist af heift á ýmsa vefi lík­am­ans, þar með talið and­litið. Jafn­framt veld­ur hann stund­um út­brot­um í and­liti sem minna á úlfs­bit.

Sjúk­dóm­ur­inn er tí­falt al­geng­ari meðal kvenna en karla. Or­sak­ir hans eru óþekkt­ar en hann get­ur lagst á all­flest líf­færa­kerfi og vefi lík­am­ans en oft­ast verður húð, liðir, nýru, slím­himna eða tauga­kerfið fyr­ir barðinu á rauðum úlf­um.  Ný­gengi sjúk­dóms­ins er u.þ.b. 4,5 ný til­felli/ 100.000 íbúa / ári og telja má að á land­inu séu um 250 manns með þenn­an sjúk­dóm, sam­kvæmt Vís­inda­vef Há­skóla Íslands.

Ómögu­legt að vita hver víg­völl­ur­inn yrði næst

Erfðir hafa mikið að segja hvað varðar lík­ur á að fá rauða úlfa en sjúk­dóm­ur­inn þekk­ist ekki í fjöl­skyldu Sol­veig­ar fyr­ir utan þetta eina til­vik svo vitað sé.

Sjúk­dóm­ur­inn réðst einkum inn­vort­is á Sol­veigu og var ómögu­legt að vita hver víg­völl­ur­inn yrði næst. Til að mynda fyr­ir nokkr­um árum var henni einu sinni svo þungt fyr­ir brjósti og var í erfiðleik­um með að anda. Hún bjó í Reykja­vík á þess­um tíma og ákvað að fara upp á sjúkra­hús og láta kíkja á sig. Hún var sam­stund­is lögð inn á gjör­gæsl­una og í ljós kom að goll­urs­húsið var fullt af vatni. „Ef hún hefði ekki komið strax á sjúkra­húsið þá hefði hún ein­fald­lega dáið,“ seg­ir Agla.

Þarna var það lup­us­inn sem réðst til at­lögu á hjarta Sol­veig­ar en um svipað leyti fékk hún rétta grein­ingu á veik­ind­um sín­um.

Þær Agla og Ingi­björg Rósa segja að fjöl­skyld­an hafi ekki alltaf gert sér grein fyr­ir því hversu veik hún var því Sol­veigu var annt um að verja sína nán­ustu og vildi ekki gera of mikið úr veik­ind­um sín­um. Hún var á mörg­um og ólík­um lyfj­um og síðustu árin sem hún lifði var lík­am­inn orðinn mátt­far­inn eft­ir þau átök sem áttu sér stað. Til að mynda var Sol­veig stöðugt á ster­a­lyfj­um og svo þurfti hún á svefn­lyfj­um og verkj­astill­andi lyfj­um að halda til þess ein­fald­lega að kom­ast í gegn­um dag­inn.

Ein heim­sókn gat þýtt tölu­verðan und­ir­bún­ing og eft­ir að heim var komið lá hún kannski fyr­ir í tvo sól­ar­hringa til þess að jafna sig eft­ir kannski þriggja tíma ferð út úr húsi. Þetta hafði þau áhrif að síðustu árin ein­angraði hún sig mikið að öðru leyti en því að hún var mjög virk á net­inu, bæði Face­book og öðrum sam­fé­lags­miðlum.

Áður en Sol­veig var greind með lup­us voru gerðar ýms­ar til­raun­ir með lyf á henni og ekki alltaf skráð hvaða lyf hún fékk en til­felli Sol­veig­ar er eitt versta til­felli sjúk­dóms­ins sem vitað er um í Evr­ópu. Þegar fólk glím­ir við svo lang­vinna sjúk­dóma fylg­ir því skert lífs­gæði en sem eitt dæmi gat það verið lífs­hættu­legt fyr­ir Sol­veigu að vera úti í sól­inni.

Sam­kvæmt grein sem þeir Helgi Haf­stein Helga­son og Sverr­ir Bergman rituðu í Morg­un­blaðið árið 2008 bera 75% allra þessa JC-veiru en heila­bólga af henn­ar völd­um er mjög sjald­gæf og kem­ur ein­göngu fram við ónæm­is­bæl­ingu eða sér­tæka van­starf­semi hvítra blóðkorna sem get­ur átt sér stað við na­talizumab-meðferð (Tysa­bri er sér­lyfja­heitið á lyf­inu na­talizumab en það er mann­gert ein­stofna mót­efni sem gefa þarf í æð).

PML-heila­bólg­an étur upp mýlið sem er fitu­efni sem mynd­ar slíður utan um taugaþræði og virk­ar sem ein­angr­un­ar­efni og flýt­ir ferð tauga­boða.

Þær syst­ur segja að ferlið hafi minnt mjög á alzheimer nema í til­viki Sol­veig­ar voru þetta aðeins fimm vik­ur. Aðspurðar um grein­ing­una segja þær að á þess­um tíma, sum­arið 2012, hafi Sol­veig búið ein í Vík í Mýr­dal.

Var helst í sam­skipt­um við fólk í gegn­um netið

Sol­veig var, eins og áður sagði, mjög virk á net­inu en sum­arið 2012 seg­ist Agla hafa orðið vör við að Sol­veig væri ekki eins og hún ætti að sér að vera. Hún sást minna á Face­book og eins var erfitt að ná sam­bandi við hana. Sol­veig var ekki fé­lags­lynd þannig að það var helst í gegn­um Face­book eða aðra sam­fé­lags­miðla sem fólk hitti hana þó svo fjöl­skyld­an hafi alltaf fylgst með henni.

Eft­ir að hafa um haustið reynt ít­rekað að ná í Sol­veigu í nokkra daga þá náði Agla loks í hana og var Sol­veig mjög ólík sjálfri sér. „Hún svar­ar eig­in­lega út í hött og er bara alls ekki eins og hún átti að sér að vera. Við velt­um því fyr­ir okk­ur hvað þetta gæti verið, spurn­ing um hvort hún hafi verið að blanda sam­an víni og lyfj­um eða eitt­hvað annað. Ég hringdi í hjúkr­un­ar­fræðing sem ég þekki sem stakk upp á að þetta gæti verið B-víta­mín skort­ur og að það sé ekk­ert mál að kanna hvort svo sé. En til þess þurfi hún að fara til lækn­is,“ seg­ir Agla.

Hún var í sam­skipt­um við Sol­veigu syst­ur sína margoft þessa helgi og biður hana um að hitta lækni á mánu­deg­in­um. „Þegar ég hef síðan sam­band við hana á mánu­deg­in­um þá hafði hún ekki farið til lækn­is­ins,“ bæt­ir Agla við. Á þriðju­deg­in­um koma upp fleiri at­vik sem benda til þess að það sé eitt­hvað að hjá Sol­veigu, eitt­hvað sem eng­in ein skýr­ing sé á.

„Ég ákvað því á miðviku­deg­in­um að bruna aust­ur til Vík­ur og heim­sækja Sol­veigu. Ég sé strax að það er eitt­hvað mjög skrýtið í gangi. Hún talaði mjög lágt og muldraði eig­in­lega, alltaf í sömu tón­teg­und. Með lagni þá fæ ég hana með mér suður þó svo hún sé ekki al­veg sátt.

Ég hringdi á heilsu­gæslu­stöðina í Vik og þar tóku þau til lyf fyr­ir Sol­veigu sem ég sótti í leiðinni þegar við fór­um til Reykja­vík­ur,“ seg­ir Agla og bæt­ir við að Sol­veig hafi talað lát­laust alla leiðina suður, um sjúk­dóm­inn og ým­is­legt fleira.

Fjöl­skyld­una óraði ekki fyr­ir því sem beið henn­ar

Agla fór með Sol­veigu á geðdeild Land­spít­al­ans og tók þar á móti þeim lækn­ir sem lagði hana strax inn. Starfs­fólkið hafði sam­band við gigt­ar­lækni henn­ar sem vill strax fá að hitta hana. Hann tek­ur strax mæn­ustungu og Agla seg­ir að vænt­an­lega hafi hann grunað hvað væri að þó svo að fjöl­skyld­unni hafi ekki órað fyr­ir því sem beið.

Þetta var í byrj­un sept­em­ber en þær Agla og Ingi­björg eru sann­færðar um að Sol­veig hafi verið kom­in með PML heila­bólgu af völd­um JC-veirunn­ar mun fyrr. Hvorki fjöl­skylda né nán­ir vin­ir áttuðu sig á því sem væri að ger­ast enda PML heila­bólga ekki eitt­hvað sem þú átt von á að ein­hver ná­kom­inn þér grein­ist með. Sér­stak­lega ef maður hef­ur aldrei heyrt sjúk­dóm­inn nefnd­an.

„Ég man hins veg­ar eft­ir því að um vorið hafði hún sent mér skila­boð á Face­book og var langt niðri. Þá talaði hún um að henni fynd­ist vera svo mik­il þoka í höfðinu á sér,“ seg­ir Ingi­björg en hún hef­ur ekki enn treyst sér til þess að lesa yfir allt það sem þeim systr­um fór á milli í skila­boðum á Face­book og í tölvu­pósti á þess­um tíma.

Ingi­björg seg­ir að Sol­veig hafi vænt­an­lega gert sér grein fyr­ir því tölu­vert fyrr að það var eitt­hvað ekki eins og það átti að vera. „Síðasta skiptið sem ég hitti hana eins og hún átti að sér að vera var 19. júlí en þá kom hún í kaffi til mín,“ seg­ir Ingi­björg sem fór fljót­lega eft­ir það til Eng­lands. Hún kom síðan heim aft­ur eft­ir að Sol­veig var lögð inn á sjúkra­hús og verið var að bíða eft­ir niður­stöðum úr mæn­ustung­unni að utan.

„Ég heim­sótti hana strax upp á spít­ala og fékk al­gjört áfall, ég var hjá henni í tvo tíma og við átt­um sama sam­talið aft­ur og aft­ur og aft­ur. Mér datt helst í hug að hún hefði fengið heila­blæðingu eða ein­hverja heila­skemmd sem gæti mögu­lega gengið til baka að ein­hverju leyti en gerði mér grein fyr­ir að nú væri komið að þeim tíma­punkti að Sol­veig gæti ekki séð um sig sjálf leng­ur og fór strax í að kanna hvaða úrræði væru í boði á hjúkr­un­ar­heim­il­um ofl. Ég var hins veg­ar al­gjör­lega grun­laus um það sem beið henn­ar og fjöl­skyld­unn­ar,“ seg­ir Ingi­björg.

Agla bæt­ir við að hún telji að sjúk­dóm­ur­inn hafi verið byrjaður að hrjá syst­ur þeirra strax í janú­ar 2012 en ein­ung­is þeir sem fá Tysa­bri lyfið eru und­ir stöðugu eft­ir­liti hvað varðar JC-veiruna. Ingi­björg seg­ir að þeir heil­brigðis­starfs­menn sem þær hafi rætt við telji ólík­legt að skannað hafi verið fyr­ir sjúk­dóm­um í til­felli Sol­veig­ar.

„Henni var hrein­lega stolið frá okk­ur“

Þær segja að ef fjöl­skyld­an hefði vitað hvað gæti gerst þá hefði verið hægt að fylgj­ast bet­ur með Sol­veigu og bregðast við því ef vart yrði við ein­hver ein­kenni. „Þess í stað var henni hrein­lega stolið frá okk­ur,“ seg­ir Agla.

Að sögn Ingi­bjarg­ar var orðið of seint að grípa inn þegar Sol­veig grein­ist og jafn­vel þó svo það hafi verið hægt þá kom það aldrei til greina. „Það vill eng­inn stöðva ferlið þegar mann­eskja er orðin jafn veik og Sol­veig var orðin. Það vill eng­inn halda mann­eskju í þeim fjötr­um í ein­hvern tíma. Þegar vírus­inn grein­ist í fólki hafa orðið svo mikl­ar skemmd­ir í heila þess að það er betra að leyfa því að deyja í stað þess að láta það lifa við slík­ar aðstæður,“ seg­ir Ingi­björg Rósa.

Fólk sem grein­ist með þenn­an heila­sjúk­dóm þá lif­ir það yf­ir­leitt ekki meira en eitt ár, í mesta lagi tvö ár. „Okk­ur voru gefn­ar tíu vik­ur en þær voru ekki nema fimm,“ seg­ir Agla. „Einn dag­inn hætti hún að þekkja okk­ur og ann­an dag lamaðist hún. Svona gekk þetta koll af kolli þar til þessu lauk með dauða“ seg­ir Agla.

Þær segja erfitt að setja sig í spor fólks með MS-sjúk­dóm­inn sem fái lyfið Tysa­bri þrátt fyr­ir að bera JC-veiruna í sér. Eða eins og Agla seg­ir: „Ég þekki ekki kval­irn­ar sem MS-sjúk­ling­ar þurfa að ganga í gegn­um en ég sá hvað syst­ir mín gekk í gegn­um. Því myndi ég frek­ar velja að vera án Tysa­bri en að taka áhætt­una af því að enda eins og hún, að verða óþekkj­an­leg­ur ein­stak­ling­ur á fimm vik­um.“

Vilja að fleiri fái blóðrann­sókn en þeir sem eru á Tysa­bri

Ingi­björg seg­ir að þetta sé alltaf erfitt mat. Til að mynda fyr­ir fólk með krabba­mein sem þarf að fara í stofn­frumumeðferð. Það þýðir að það verður að lama ónæmis­kerfið og það er gert með lyfj­um eins og Sol­veig fékk. „Ef þetta væri notk­un á slíku lyfi í skamm­an tíma og ég væri með krabba­mein þá myndi ég senni­lega taka áhætt­una en að öðrum kosti ekki,“ seg­ir Ingi­björg.

„Fyrst og fremst myndi ég vilja fá skönn­un fyr­ir vírusn­um, svo ég gæti tekið upp­lýsta ákvörðun. Ef ég væri ekki með hann í mér myndi ég taka séns­inn en þyrfti að hugsa mig tvisvar um ef ég væri með hann,“ seg­ir Agla.

Sol­veig vissi, og hafði vitað það í tals­verðan tíma, að hún myndi ekki lifa lengi og það vissu all­ir henn­ar nán­ustu.

Vildi deyja heima og með reisn

„En við vonuðum alltaf að hún fengi að deyja með reisn. Hins veg­ar voru meiri lík­ur en minni á því að það yrði með þeim hætti að ein­hver líf­færi myndu gef­ast upp. Hún vissi það og var búin að segja okk­ur að hún vildi ekki láta halda í sér lífi með vél­um. Þannig áttu enda­lok­in ekki að vera. Hún var líka búin að biðja um að ef hún yrði mjög veik und­ir það síðasta hvort hún mætti vera heima í sveit­inni og helst deyja þar. Sindri, bróðir okk­ar sem býr í Eyj­ar­hól­um, var bú­inn að lofa henni því. Við viss­um því hvað hún vildi. Að sjálf­sögðu vildi hún halda virðing­unni. Þessi dauðdagi var aldrei inni í mynd­inni og hún hefði aldrei viljað að þetta yrði svona. En hún gerði sér að sjálf­sögðu ekki ekki grein fyr­ir hvernig þetta var und­ir lok­in en ef hún hefði vitað af þess­um mögu­leika þá veit ég ekki hvort hún hefði samþykkt að taka þessi lyf og taka séns­inn á að enda líf sitt á þenn­an hátt,“ seg­ir Ingi­björg.

Þær syst­ur segja að það sé margt líkt með dauða Sol­veig­ar og pabba þeirra, Birni Ein­ari Þor­láks­syni, sem dó úr heila­æxli átján árum áður, aðeins 55 ára að aldri. Fjöl­skyld­an hjúkraði hon­um heima líkt og Sol­veigu og þegar þau fengu upp­lýs­ing­ar um að áhrif heila­bólg­unn­ar yrðu svipuð og hjá fólki sem er með heila­bil­un þá vissu þau hvað biði þeirra, þó svo eng­an hafi órað við að ferlið yrði jafn hratt og raun ber vitni.

Var eig­in­lega eins og hvirfil­byl­ur

„Þetta gerðist svo hratt, eig­in­lega eins og hvirfil­byl­ur. Það var aldrei neinn tími til þess að stoppa og hugsa. En samt var þetta góður tími að mörgu leyti. Við vor­um öll systkin­in, sam­an og mamma, Rósa Har­alds­dótt­ir þess­ar síðustu vik­ur í lífi Sol­veig­ar,“ seg­ir Ingi­björg.

Þær Ingi­björg og Agla segja að þegar lækn­ir­inn kvað upp úr­sk­urð sinn þá hafi hann sagt Sol­veigu af var­færni hvað amaði að án þess að til­greina það ná­kvæm­lega. En þá var Sol­veig orðin það veik að hún gleymdi því strax sem henni var sagt. Þannig hélt leik­ur­inn áfram næstu vik­ur – til að mynda skildi Sol­veig ekk­ert í því hvers vegna systkini henn­ar og mamma væru kring­um hana all­an sól­ar­hring­inn en þar sem hún mundi ekk­ert hvað hafði gerst skömmu áður léku þau þann leik eins og þau væru bara ný­kom­in í heim­sókn og fengu að gista hjá henni

„En eitt það hræðileg­asta sem þú upp­lif­ir er þegar ein­hver, sem þú hef­ur elskað alla þína ævi, hætt­ir að þekkja þig,“ seg­ir Ingi­björg Rósa. Það gerst nán­ast fyr­ir­vara­laust í til­viki Sol­veig­ar. „Eig­in­lega eina mann­eskj­an sem hún tengdi við var mamma ,“ bæt­ir Agla við og þær syst­ur eru sam­mála um að það hafi verið svo sterk teng­ing að jafn­vel sjúk­dóm­ur­inn gat ekki rofið þau tengsl.

Sol­veig missti hreyfiget­una mjög fljótt eft­ir grein­ing­una en þrátt fyr­ir það reyndi hún og fjöl­skyld­an að koma því þannig við að breyta dag­legu lífi sem minnst. Til að mynda sett­ist hún alltaf niður með kross­gát­una í Mogg­an­um og réð. Það varð hins veg­ar fljót­lega of erfitt og ekki leið á löngu þar til slík­ir hlut­ir urðu henni of erfiðir. Síðustu þrjá sól­ar­hring­ana var Sol­veig í móki og þann síðasta var hún kom­in með lungna­bólgu. Þraut­ir henn­ar voru linaðar með morfíni þessa síðustu daga en að öðru leyti var ekk­ert gert til að draga dauðastríðið á lang­inn.

„Við vild­um fara að henn­ar vilja og leyfa henni að deyja heima. Við feng­um góða aðstoð við að hjúkra henni og gát­um leyft henni að deyja eins og hún hafði viljað meðan hún var með sjálfri sér, í sjálfri loka­bar­átt­unni var ekk­ert um það að ræða að hún gæti tjáð sig um hvernig hún vildi fara, enda vissi hún ekk­ert hvað var að ger­ast. Sol­veig var búin að fá nóg af lækn­um og vildi ekki láta krukka meira í sig. Við afþökkuðum meira að segja krufn­ingu. Við vild­um ekki að hún yrði til­rauna­dýr leng­ur. Hún var búin að fá nóg,“ seg­ir Ingi­björg.

Það er mjög ólík­legt að það hafi verið kannað hvort Sol­veig hafi verið með JC-vírus­inn áður en hún var sett á lyf­in sem hún fékk en um mjög ónæm­is­bæl­andi krabba­meins­lyf var að ræða sem geta ýtt und­ir al­var­leg­ar auka­verk­an­ir eins og PML heila­bólgu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lækn­um eru hins veg­ar nán­ast eng­ar lík­ur á að önn­ur lyf en Tysa­bri  geti valdið PML-heila­bólgu. Þess vegna sé ein­ung­is skannað fyr­ir JC-veirunni hjá þeim eiga að fá Tysa­bri við MS-sjúk­dómn­um.

Lyfj­um fylgja oft auka­verk­an­ir en auka­verk­an­ir, eins og PML-heila­bólga, sem kostuðu Sol­veigu lífið eru afar fátíðar. Allt frá því byrjað var að gefa Tysa­bri hef­ur verið varað við þeirri hættu sem get­ur fylgt lyf­inu. Í ein­hverj­um lönd­um hef­ur þess verið jafn­vel kraf­ist að sjúk­ling­ur og einn aðstand­andi skrifi und­ir yf­ir­lýs­ingu um að þeir geri sér grein fyr­ir hætt­unni sem geti fylgt lyfja­gjöf­inni.

Hætt­an ljós all­an tím­ann Á sama tíma má ekki gleyma því að Tysa­bri er það lyf sem hef­ur reynst best í bar­átt­unni við MS-sjúk­dóm­inn en lyfið fækk­ar köst­un­um um 70% hjá þeim. Lyfið hef­ur verið notað á Íslandi frá ár­inu 2008. Á þeim tíma var vitað að þeir sem fengu lyfið gætu fengið PML-heila­bólgu en ekki var vitað hvað það var sem olli bólg­unni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­spít­al­an­um.

Árið 2011 var að koma í ljós hvað það var sem olli heila­bólg­unni meðal þeirra sem fengu Tysa­bri og var þá byrjað að taka blóðpruf­ur úr öll­um þeim sem annað hvort voru á lyf­inu eða áttu að fá það hér á landi. Þá hafði ein kona, sem var á Tysa­bri lát­ist hér á landi en hún er sú eina sem hef­ur fengið PML-heila­bólgu hér á landi af völd­um Tysa­bri. Hún og Sol­veig eru þær einu sem vitað er með fullri vissu að fengu PML-heila­bólgu vegna JC-veirunn­ar.

Mörg­um synjað um lyfið vegna JC-veirunn­ar

Blóðrann­sókn­in er frem­ur flók­in því búnaður­inn sem notaður er kem­ur er­lend­is frá og sama dag og blóðpruf­an er tek­in þarf að senda hana með flugi til út­landa til rann­sókn­ar. Það er fram­leiðandi Tysa­bri sem greiðir fyr­ir all­an kostnað vegna þessa og er slík blóðprufa tek­in á sex mánaða fresti hjá þeim sem fá lyfið. Tals­vert hef­ur verið um það að styrk­ur JC-veirunn­ar sé of hár hjá MS-sjúk­ling­um og því hef­ur þeim verið synjað um lyfið og þeir sett­ir á önn­ur lyf í staðinn. 

Á vef MS fé­lags­ins er fjallað um lyfið Tysa­bri og mögu­leik­ann á að lyfið komi af stað heila­bólgu:

„Fyr­ir MS - sjúk­ling á Tysa­bri er nauðsyn­legt að ræða meðferðina og kynna ein­kenni PML fyr­ir fjöl­skyldu , vin­um eða umönn­un­araðilum þar sem þess­ir aðilar kunna að sjá ný ein­kenni sem sjúk­ling­ur tek­ur ef til vill ekki eft­ir , t.d. breyt­ing­ar á skap­lyndi eða hegðun, minn­is­leysi , erfiðleika við tal og sam­skipti, sem lækn­ir gæti þurft að rann­saka frek­ar til þess að úti­loka PML - heila­bólgu.“

Þar kem­ur fram að þegar sjúk­ling­ar fá of­næm­is­bæl­andi lyf í lengri tíma aukast lík­urn­ar á að fá PML heila­bólgu hjá þeim sem eru með mót­efni gegn JC – veirunni. Meðferð við PML felst í því að notk­un lyfs­ins er hætt strax og stund­um er lyfið fjar­lægt úr lík­am­an­um, yf­ir­leitt með plasma­skipt­um. Þó ein­stak­ling­ur hafi mælst á ein­um tíma JCV - nei­kvæður, og áhætt­an á PML þar með hverf­andi, er ekki úti­lokað að ein­stak­ling­ur myndi síðar mót­efni gegn veirunni og verði þar með JCV - já­kvæður.

Leiðir til al­var­legr­ar fötl­un­ar eða dauða

„PML leiðir venju­lega til al­var­legr­ar fötl­un­ar eða dauða en horf­ur eru háðar skjótri grein­ingu og rétt­um viðbrögðum. Þess vegna er mik­il­vægt að sjúk­ling­ur tali við lækni sinn eins fljótt og hægt er ef MS - sjúk­dóm­ur­inn versn­ar eða ný ein­kenni koma fram. Sjúk­ling­um á Tysa­bri - meðferð er af­hent sér­stakt viðvör­un­ar­kort sem hafa að geyma upp­lýs­ing­ar og leiðbein­ing­ar, sér­stak­lega varðandi PML. Viðvör­un­ar­kortið þarf að sýna öll­um lækn­um sem koma að meðferð sjúk­lings, t.d. heim­il­is­lækn­um. Geyma þarf kortið í 6 mánuði eft­ir að meðferð með Tysa­bri er hætt þar sem ein­kenni gætu komið fram á þeim tíma,“ seg­ir meðal ann­ars á vef MS-fé­lags­ins.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­spít­al­an­um hef­ur MS-sjúk­ling­um á Íslandi staðið til boða til­tölu­lega nýtt lyf, Gi­lenya, ef þeir hafa ekki getað notað Tysa­bri. En nú hef­ur PML-heila­bólga greinst í er­lend­um MS-sjúk­lingi sem hef­ur fengið meðferð með lyf­inu. Sjúk­ling­ur­inn hafði þó áður verið á lyf­inu Tysa­bri í þrjú og hálft ár. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi al­var­lega heila­bólga, sem hingað til hef­ur aðeins verið tengd við lyfið Tysa­bri, hef­ur verið staðfest hjá sjúk­lingi á Gi­lenya.

Tauga­deild Land­spít­al­ans ann­ast þá sem óska eft­ir því að fá Tysa­bri hér á landi og sam­kvæmt upp­lýs­ing­um þaðan er ekki óal­gengt að fólk geti ekki fengið Tysa­bri út af JC-veirunni enda er hana að finna í helm­ing lands­manna. Tysa­bri er hins veg­ar besta lyfið sem er til í dag við MS sjúk­dómn­um og hef­ur reynst fjöl­mörg­um þeirra sem glíma við MS gríðarlega vel, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lækn­um og hjúkr­un­ar­fræðing­um sem þekkja til.

Rann­sókn­in er gerð með blóðprufu sem send er sam­dæg­urs til grein­ing­ar til Dan­merk­ur. Gild­in eru mæld á ákveðnum skala og er talið að áhætta á PML auk­ist tölu­vert hjá ein­stak­lingi á Tysa­bri, eða öðrum mjög ónæm­is­bæl­andi lyfj­um, þegar gildið fer yfir 1,5. Slík rann­sókn get­ur bjargað manns­líf­um og hef­ur vænt­an­lega gert það í ófá skipti.

Mæðgurnar Rósa Haraldsdóttir og Solveig Björnsdóttir en þessi mynd er …
Mæðgurn­ar Rósa Har­alds­dótt­ir og Sol­veig Björns­dótt­ir en þessi mynd er tek­in um svipað leyti og Sol­veig kom aust­ur í sína hinstu ferð í Eyj­arðhóla
Solveig Björnsdóttir var aðeins 41 árs að aldri er hún …
Sol­veig Björns­dótt­ir var aðeins 41 árs að aldri er hún lést úr sjald­gæf­um heila­sjúk­dómi.
Systurnar þrjár, Ingibjörg Rósa, Agla og Solveig ásamt dóttur Öglu, …
Syst­urn­ar þrjár, Ingi­björg Rósa, Agla og Sol­veig ásamt dótt­ur Öglu, Birnu Kol­brúnu.
Tysabri
Tysa­bri
mbl.is