Í myndbandi sem borgarfulltrúinn Sóley Tómasdóttir birti á Instagram síðu sinni í dag má sjá endur og svani Reykjavíkurtjarnar mynda hálfgert gatnakerfi. Myndbandið er alveg gífurlega krúttlegt og sýnir það íbúa tjarnarinnar synda á milli klakabunkanna í einfaldri röð, rétt eins og bílar á umferðargötu.
<a href="https://instagram.com/p/y9wS1IQF2F/" target="_top">Gatnakerfi tjarnarinnar annar vart eftirspurn.</a>
A video posted by Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) on Feb 11, 2015 at 6:52am PST