„Ég legg til einfalda sátt áður en nokkur skaði er skeður,“ segir Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, um skipulag á flugvallarsvæðinu í Reykjavík.
„Skipulagi Hlíðarendasvæðisins má breyta þannig að allt fyrirhugað byggingarmagn Valsmanna verði staðsett þannig á svæðinu að neyðarbrautin geti áfram sinnt sínu mikilvæga öryggishlutverki.“
Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Friðriks í Morgunblaðinu í dag.