Dæmdur í sex mánaða nálgunarbann

mbl.is/Kristinn

Hæstiréttur dæmdi í dag karlmann í sex mánaða nálgunarbann en hann er grunaður um að beita fyrrverandi eiginkonu sína ofbeldi. Var þar með staðfest ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður fellt hann úr gildi.

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að ljóst sé af gögnum málsins að rökstuddur grunur sé um að maðurinn hafi beitt konuna ofbeldi á ný og að hann hafi með háttsemi sinni raskað heimilisfriði hennar og barna hennar sem hafi orðið fyrir ónæði og vanlíðan af hans hálfu. Þá hafi maðurinn áður þurft að sæta nálgunarbanni gagnvart konunni og börnum hennar auk þess sem hann hafi verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir ofbeldisbrot gegn konunni og dóttur hennar á heimili þeirra.

mbl.is