Kvikmyndin Birdman var sú sigursælasta á Óskarsverðlaunahátíðinni sem nú var að ljúka en myndin fékk fern verðlaun í stórum flokkum. Leikstjórinn Alejandro G. Iñárritu var valinn bestur í sínum flokki auk þess sem myndin vann aðalverðlaun hátíðarinnar sem besta kvikmyndin. Hún var einnig verðlaunuð fyrir kvikmyndatöku og frumsamið handrit.
The Grand Budapest Hotel fékk einnig fern verðlaun, fyrir hár og förðun, búninga, framleiðslu og tónlist en í síðasta flokknum stal Alexandre Desplat einmitt sigrinum af Jóhanni Jóhannssyni. Kvikmyndin Whiplash hlaut síðan þrenn verðlaun, m.a. fyrir leik J.K. Simmons í aukahlutverki.
Eddie Redmayne hlaut verðlaunin fyrir bestan leik karla í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Therory of Everything. Julianne Moore hlaut verðlaun fyrir bestan leik kvenna í aðalhlutverki en hún lék titilpersónuna í Still Alice.