Jennifer Lawrence vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar þegar hún datt í stiganum að taka á móti sínum fyrstu Óskarsverðlaunum árið 2013. Hún endurtók leikinn með því að detta á rauða dreglinum 2014 en í ár var hana hvergi að sjá.
Því leituðu augu heimsbyggðarinnar að annarri fyndinni fegurðardís til þess að halda með á hátíðinni og virðist Emma Stone hafa átt hvað sterkasta innkomu í þeim efnum. Stone virðist ekki eins mikil skellibjalla og J-Law en er þó svo sannarlega til í glensið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.