Er Emma Stone hin nýja J-Law?

Emma Stone var tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki en …
Emma Stone var tilnefnd sem besta leikkona í aukahlutverki en þurfti að sætta sig við LegÓskar ólíkt Julianne Moore sem kom sá og sigraði í sínum flokki. AFP

Jennifer Lawrence vann hug og hjörtu heimsbyggðarinnar þegar hún datt í stiganum að taka á móti sínum fyrstu Óskarsverðlaunum árið 2013. Hún endurtók leikinn með því að detta á rauða dreglinum 2014 en í ár var hana hvergi að sjá. 

Því leituðu augu heimsbyggðarinnar að annarri fyndinni fegurðardís til þess að halda með á hátíðinni og virðist Emma Stone hafa átt hvað sterkasta innkomu í þeim efnum. Stone virðist ekki eins mikil skellibjalla og J-Law en er þó svo sannarlega til í glensið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 

Bart Freundlich,virðist hafa áhyggjur af hnefanum á Stone sem stefnir …
Bart Freundlich,virðist hafa áhyggjur af hnefanum á Stone sem stefnir beint á Moore. AFP
Eitt einlægasta gleðibros sem sást þetta kvöld prýddi andlit Stone …
Eitt einlægasta gleðibros sem sást þetta kvöld prýddi andlit Stone þegar Birdman hlaut Óskarinn sem besta kvikmyndin. AFP
Jennifer Aniston virðist bara hafa ætlað að knúsa Stone sem …
Jennifer Aniston virðist bara hafa ætlað að knúsa Stone sem ákvað að nýta tækifærið og lyfta sér upp.
Hversu kynþokkafullt?
Hversu kynþokkafullt? AFP
Að öllu gamni slepptu þá er Stone að sjálfsögðu gríðarlega …
Að öllu gamni slepptu þá er Stone að sjálfsögðu gríðarlega hæfileikarík leikkona. AFP
Það að hún er fantaflott er í raun algjört aukaatriði.
Það að hún er fantaflott er í raun algjört aukaatriði. AFP
Aldrei hætta að glensa Emma.
Aldrei hætta að glensa Emma. AFP
mbl.is