Fékk fjórða Óskarinn í safnið

Milena Canonero var að vönum sátt með nýja vininn.
Milena Canonero var að vönum sátt með nýja vininn. AFP

Jennifer Kopez og Chris Pine afhentu verðlaunin fyrir bestu búningahönnun ársins rétt í þessu og hlaut Milena Canonero Óskarinn að þessu sinni.

Hún er reyndar góðvinur Óskars og á þrjá slíka fyrir auk þess sem hún hefur verið tilnefnd alls níu sinnum. Hún hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir búningana í The Grand Budapest Hotel.

Strax í kjölfarið fylgdi afhending á Óskarnum fyrir bestu förðun og voru það Frances Hannon og Mark Coulier sem hlutu sína styttuna hvor fyrir sömu mynd. Reese Witherspoon afhenti stytturnar eftir að hafa verið kynnt á svið af Neil Patrick Harris með lélegum brandara um skeiðar.

mbl.is