Jennifer Kopez og Chris Pine afhentu verðlaunin fyrir bestu búningahönnun ársins rétt í þessu og hlaut Milena Canonero Óskarinn að þessu sinni.
Hún er reyndar góðvinur Óskars og á þrjá slíka fyrir auk þess sem hún hefur verið tilnefnd alls níu sinnum. Hún hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir búningana í The Grand Budapest Hotel.
Strax í kjölfarið fylgdi afhending á Óskarnum fyrir bestu förðun og voru það Frances Hannon og Mark Coulier sem hlutu sína styttuna hvor fyrir sömu mynd. Reese Witherspoon afhenti stytturnar eftir að hafa verið kynnt á svið af Neil Patrick Harris með lélegum brandara um skeiðar.