Flokkur Jóhanns sá átjándi

Jóhann Jóhannsson tekur sig vel út á rauða dreglinum.
Jóhann Jóhannsson tekur sig vel út á rauða dreglinum. AFP

Bein útsending RÚV frá Óskarsverðlaununum er hafin og geta íslenskir áhorfendur nú fylgst með stjörnunum ganga rauða dregilinnn án þess að stelast í streymi gegnum netið.

Enn er nokkuð í að sjálf verðlaunaathöfnin hefjist og enn lengra þar til kemur að flokki Jóhanns Jóhannssonar sem er tilnefndur fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Athöfnin hefst klukkan 01:30 og flokkur Jóhanns er sá 18. í röðinni af 24. 

Mbl.is mun fylgjast grant með gangi mála og er bæði á Twitter og Facebook.

mbl.is