Fyrsta pólska myndin til að vinna

Chiwetel Ejiofor og Nicole Kidman kynntu Pawlikowski á svið.
Chiwetel Ejiofor og Nicole Kidman kynntu Pawlikowski á svið. AFP

Pólska kvikmyndin Ida fékk rétt í þessu Óskarsverðlaunin í flokki erlendra kvikmynda. Var þetta í fyrsta skipti sem pólsk kvikmynd vinnur Óskarinn en pólskar myndir hafa 10 sinnum verið tilnefndar til verðlaunanna.

Pawel Pawlikowski var að vonum ánægður og fór vel fram yfir þann tíma sem honum var gefinn til að tjá sig. Eflaust eru Pólverjar jafn kátir með þennan sigur og Íslendingar verða ef Jóhann Jóhannsson hlýtur Óskarinn og er öllum Pólverjum hér með óskað til hamingju með sigurinn. 
Er Óskarinn ekki þjóðaríþrótt annars?

mbl.is