Það er mikil spenna í loftinu vegna Óskarsverðlaunanna og má merkja hana glögglega á samfélagsmiðlum. Íslenskir notendur Twitter hafa þegar tekið myllumerkið #óskarinn upp á sína arma og hafa ýmislegt að segja um rauða dregilinn.
Fór rauði dregillinn nokkuð í suðuþvott? Virðist vera meira í bleikt en rautt. #óskarinn
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) February 23, 2015
Alltaf einhver sem reynir að eyðileggja stemninguna með því að mæta casual.. Jimmy Kimmel er dead to me. #oskarinn
— Þórdís Björg (@thordisby) February 23, 2015
Eddan kostaði jafn mikið og sumir þessir kjólar #oskarinn
— Raggi (@raggi_trausti) February 23, 2015
Það er enginn fallegri en Jennifer Aniston.. ENGINN.. Eldist eins og benjamin button #oskarinn #ruvoskar
— Tómas G. Jóhannsson (@TomasJohannss) February 23, 2015
Unglingarnir á heimilinu eru ekki alveg að átta sig á J. Lo. Hvar er Jennifer Lawrence þegar þú þarft á henni að halda? #óskarinn
— Árni Svanur (@arnisvanur) February 23, 2015
Cumberbatch er algjörlega minn maður. Hann gefur okkur average looking dudes von um að geta einn daginn orðið kyntákn. #oskarinn
— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) February 23, 2015
„Í hverju ertu?“ „Tja, bara þú veist, þetta var á gólfinu. Ég klæðist því nema á þvottadegi. Í dag var ekki þvottadagur“ #oskarinn
— lommi (@lodmfjord) February 23, 2015
fólk með litla líkama og stóra hausa #hollywood #oskarinn
— Berglind Festival (@ergblind) February 22, 2015
Óskarinn er greinilega orðinn þjóðarsport og Jóhann Jóhannsson er landsliðið eins og það leggur sig, engin pressa samt.
I hope Iceland wins the Oscars becouse we did so bad at the World cup in Handball #Oscars2015 #Oscars #óskarinn #comeoniceland
— Hjálmar Örn Jóhannss (@hjammi) February 22, 2015
En jafnvel þó Jóhann vinni ekki mun það seint slökkva á gleðinni hjá Kára Þrastarsyni.
Það er geggjað að liggja á brókinni með snakkmylsnu í bringuhárunum og dæma klæðaburð fólksins í sjónvarpinu #oskarinn #ruv
— Kári Þrastarson (@karithrastarson) February 23, 2015