Hvatti til umræðu um sjálfsvíg

Kerry Washington grípur í James Lucas sem er sáttur með …
Kerry Washington grípur í James Lucas sem er sáttur með sigurinn. KEVIN WINTER

Jason Bateman og Kerry Washington afhentu verðlaunin fyrir bestu stuttmynd ársins og var það The Phone Call sem hlaut verðlaunin. Mat Kirkby and James Lucas tóku á móti verðlaununum og þökkuðu sérstaklega öllum þeim sem gáfu vinnu sína við myndina og einnig öllum þeim sem gefa vinnu sína í sjálfboðastörfum í neyðarmiðstöðvum um allan heim.

Bateman og Washington afhentu einnig verðlaun fyrir bestu stutt-heimildarmyndina. Ellen Goosenberg Kent og Dana Perry tóku við verðlaununum fyrir myndina Crisis Hotline: Veterans Press 1. Þær tileinkuðu Óskarinn syni Perry sem tók sitt eigið líf og hvatti Perry til frekari samfélagsumræðu um sjálfsvíg.

mbl.is