Jason Bateman og Kerry Washington afhentu verðlaunin fyrir bestu stuttmynd ársins og var það The Phone Call sem hlaut verðlaunin. Mat Kirkby and James Lucas tóku á móti verðlaununum og þökkuðu sérstaklega öllum þeim sem gáfu vinnu sína við myndina og einnig öllum þeim sem gefa vinnu sína í sjálfboðastörfum í neyðarmiðstöðvum um allan heim.
Bateman og Washington afhentu einnig verðlaun fyrir bestu stutt-heimildarmyndina. Ellen Goosenberg Kent og Dana Perry tóku við verðlaununum fyrir myndina Crisis Hotline: Veterans Press 1. Þær tileinkuðu Óskarinn syni Perry sem tók sitt eigið líf og hvatti Perry til frekari samfélagsumræðu um sjálfsvíg.