Leikarinn fer til...

Simmons tekur við Óskarnum.
Simmons tekur við Óskarnum. AFP

J.K. Simmons hlaut Óskarinn fyrir að vera besti karlleikarinn í aukahlutverki fyrir frammistöðu sína í Whiplash. Simmons þakkaði eiginkonu sinni Michelle í ræðunni og einnig börnum sínum og skyldi áhorfendur eftir með skýr skilaboð. 

„Ef þið eruð nógu heppin til að eiga foreldra á þessari jörðu skulið þið hringja í þau.“

Lupita Nyong'o kynnti verðlaunin og mismælti sig örlítið því í stað þess að segja „Óskarinn fer til...“ eins og til var ætlast sagði hún „Leikarinn fer til...“. Ekki er ólíklegt að þessi mismæli verði gleymd í lok kvölds enda bíða allir spenntir eftir John Travolta sem mismælti sig illa í fyrra.

mbl.is