Mætti með mömmu á hátíðina

Dakota Johnson og Melanie Griffith voru límdar saman í nótt.
Dakota Johnson og Melanie Griffith voru límdar saman í nótt. AFP

Leikkonan Dakota Johnson, sem fer með annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Fifty Shades of Grey, tók móður sína, Melanie Griffith, með á Óskarsverðlaunahátíðina í nótt.

„Mamma er hérna með mér sem deitið mitt,“ sagði Johnson við Ryan Seacrest á rauða dreglinum fyrir hátíðina. Fregnir herma þá að Johnson og kærasti hennar hafi nýlega hætt saman en leikkonan hefur ekkert tjáð sig um orðróminn.

Johnson leit glæsilega út á hátíðinni í eldrauðum síðkjól úr smiðju Saint Laurent. Leikkonan var þá með tagl í hárinu og með látlausa förðun. Griffith var í svörtum síðkjól og var dóttur sinni til halds og trausts allt kvöldið.

Mæðgurnar Melanie Griffith og Dakota Johnson voru flottar á Óskarsverðlaunahátíðinni …
Mæðgurnar Melanie Griffith og Dakota Johnson voru flottar á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær. EPA
mbl.is