Þá er komið að þessu. Óskarsverðlaunin eru hafin og stjörnurnar eru byrjaðar að flykkjast að Dolby leikhúsinu í Los Angeles þar sem athöfnin fer fram. Þetta er í 87 sinn sem Óskarsverðlaunahátíðin er haldin og stjörnurnar eru byrjaðar að tísta um kvöldið sem er framundan.
Neil Patrick Harris, aðalkynnir Óskarsins, er mættur á rauða dregilinn ásamt eiginmanni sínum, David Burtka. Harris er spenntur fyrir kvöldinu og deildi því með fylgjendum sínum á Twitter.
It's the day of the show, y'all. #Oscars @TheAcademy
— Neil Patrick Harris (@ActuallyNPH) February 22, 2015