Neil Patrick Harris mættur á rauða dregilinn

Neil Patrick Harris og David Burtka eru flottir í tauinu …
Neil Patrick Harris og David Burtka eru flottir í tauinu í kvöld. EPA

Þá er komið að þessu. Óskarsverðlaunin eru hafin og stjörnurnar eru byrjaðar að flykkjast að Dolby leikhúsinu í Los Angeles þar sem athöfnin fer fram. Þetta er í 87 sinn sem Óskarsverðlaunahátíðin er haldin og stjörnurnar eru byrjaðar að tísta um kvöldið sem er framundan.

Neil Patrick Harris, aðalkynnir Óskarsins, er mættur á rauða dregilinn ásamt eiginmanni sínum, David Burtka. Harris er spenntur fyrir kvöldinu og deildi því með fylgjendum sínum á Twitter.

Allt um Óskarsverðlaunin

Neil Patrick Harris og eiginmaður hans, David Burtka.
Neil Patrick Harris og eiginmaður hans, David Burtka. EPA
mbl.is