Einn stærsti viðburður vestræns kvikmyndaiðnaðar, Óskarsverðlaunahátíðin, fór fram í nótt og var að venju mikið um dýrðir. Helstu vonbrigði kvöldsins voru þau að Jóhann Jóhannsson skyldi ekki hljóta verðlaunin fyrir tónlistina í The Theory of Everything. Þá þótti Neil Patrick Harris ekki komast með tærnar þar sem kynnir síðasta árs, Ellen Degeneres, hefur hælana og Jennifer Lawrence var ekki á staðnum og datt því ekki líkt og tvö síðustu ár.
Það þýðir þó ekki að glamúrinn eða gamanið hafi endilega verið minna og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum skemmtu hátíðargestir sér afar vel.