Jared Leto afhenti Óskarinn fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki og var það Patricia Arquette sem hlaut hnossið fyrirleik sinn í Boyhood.
Að baki sigrinum lá áralöng vinna því kvikmyndin var tekin upp á 12 ára tímabili en Arquetta hlaut einnig verðlaun í sama flokki á Bafta og Golden Globe verðlaunahátíðunum. Þetta er hinsvegar fyrsti Óskarinn sem Arquette hlýtur á ferlinum.