Rigning setur svip sinn á Óskarinn

Breski leikarinn Eddie Redmayne segist hafa tekið rigninguna með sér …
Breski leikarinn Eddie Redmayne segist hafa tekið rigninguna með sér á Óskarinn. AFP

Stjörnurnar eru byrjaðar að flykkjast á rauða dregilinn í tilefni Óskarsverðlaunanna í sínu fínasta pússi en veðrið er ekki upp á sitt besta. Það rignir en stjörnurnar virðast ekki ætla að láta það á sig fá. „Það mun ekki hafa áhrif á kvöldið. Ég er hérna til að skemmta mér vel,“ sagði leikkonan Rosamund Pike.

„Ég tók veðrið með mér, ég biðst afsökunar á því,“ sagði breski leikarinn Eddie Redmayne og hló. Redmayne er tilnefndur fyrir leik sinn í The Theory of Everything.

mbl.is