Leikkonan Rosamund Pike er mætt á Óskarsverðlaunahátíðina og tekur sig einstaklega vel út í rauðum kjól frá Givenchy. Kjólinn, sem er þröngur með mjóu belti um mittið, hefur vakið mikla athygli þar sem hann þykir klæðilegur.
Pike er þá í rauðum skóm og með látlausa förðun. Útkoman er virkilega vel heppnuð.
Pike er tilnefnd sem besta leikkonan fyrir hltuverk sitt í The Gone Girl.