Sagði frá sjálfsmorðstilraun

Graham Moore
Graham Moore

Handritshöfundi The Imitation Game, Graham Moore, var mikið niðri fyrir þegar hann tók á móti Óskarsverðlaununum fyrir besta aðlagaða handritið. Oprah Winfrey afhenti Moore verðlaunin og þakkaði hann henni og akademíunni pent fyrir áður en hann vatt sér í það sem hann hafði þegar ákveðið að segja. 

„Þegar ég var 16 ára reyndi ég að taka eigið líf,“ sagði Moore og hvatti fólk til að leyfa ekki svartnætti þunglyndis að gleypa sig og leyfa sjálfu sér að vera öðruvísi. Hann tileinkaði verðlaunin Alan Mathison Turing, aðalhetju kvikmyndarinnar sem var samkynhneigður og tók eigið líf árið 1954. 

mbl.is