Það kom eflaust fáum á óvart að kvikmyndin Whiplash skyldi vinna Óskarinn fyrir hljóðblöndun og þeir Craig Mann, Ben Wilkins og Thomas Curley voru sultuslakir þegar þeir tóku við þremur gylltum Óskarsstyttum.
Fyrir hljóðklippingu (e. sound editing) var það hinsvegar American Sniper sem kom sá og sigraði og voru það Alan Robert Murray og Bub Asman sem hömpuðu Óskarnum í annað skipti á sínum ferli.