Söngkonan Lady Gaga mun stíga á svið á Óskarsverðlaunahátíðinni á eftir með atriði sem hún segir „einstakt". Gaga er eins síns liðs á rauða dreglinum.
Gaga er orðin spennt en hún gat ekki gefið miklar upplýsingar um atriðið sem hún flytur á athöfninni á eftir. „Ég hlakka til að koma fram fyrir alla þá sem eru tilnefndir,“ sagði söngkonan sem er nýtrúlofuð.
Unnusti Gaga, Taylor Kinney, er ekki með henni á hátíðinni. „Hann þarf að vinna í fyrramálið,“ sagði Gaga og hló.
I'm so excited to perform at the #Oscars tonight. I'm honored to be wearing 3 custom Azzedine Alaïa pieces, his first ever for the Oscars.
— Lady Gaga (@ladygaga) February 22, 2015