Útlit bandaríska leikarans Johns Travolta hefur verið sérstaklega fast á milli tannanna á fólki sem fylgist með Óskarsverðlaununum sem fram fara í Los Angeles í kvöld. Travolta sem kominn er á sjötugsaldur þykir helst líkjast vaxmyndastyttu af yngri John Travolta, svo slétt er húð hans og fas litbrigðalaust.
Þetta hafa gárungarnir tíst um Travolta í nótt:
Hvaða bögg er þetta á John Travolta, hann er augljóslega í tökum á Face/Off 2 #Óskarinn
— Einar Matthías (@BabuEMK) February 23, 2015
Djöfulli hefur strekkingin hjá Travolta tekist vel #Óskarinn
— Jon Ivar Hermannsson (@jonih78) February 23, 2015
John Travolta er eins og vaxmyndastytta af John Travolta. #oskarinn
— Hildur Lilliendahl (@snilldur) February 23, 2015
Hárið á John Travolta ætti að fá verðlaun fyrir besta gervi #óskarinn
— Loftbóla (@loftbola) February 23, 2015