Heimilisofbeldi er ekkert einkamál

Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Heim­il­isof­beldi er ekki einka­mál­efni fólks og sam­fé­lagið lít­ur ekki heim­il­isof­beldi nægj­an­lega al­var­leg­um aug­um, seg­ir Alda Hrönn Jó­hanns­dótt­ir, aðstoðarlög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu. Hún seg­ir að allt of marg­ir verði upp­vís­ir að ít­rekuðum brot­um. „Ef við aðstoðum ekki þolend­ur og gerend­ur þá held­ur víta­hring­ur­inn áfram jafn­vel í nýj­um sam­bönd­um,“ seg­ir Alda. 

Hún fjallaði í er­indi sínu á fundi Náum átt­um sam­starfs­hóps­ins um aukna áherslu lög­regl­unn­ar og Reykja­vík­ur­borg­ar á heim­il­isof­beldi og leiðir til úr­bóta. 

Hjá lög­regl­unni er skil­grein­ing­in á heim­il­isof­beldi að það sé um náin tengsl að ræða og um hegn­ing­ar­laga­brot sé að ræða. Vett­vang­ur skipt­ir engu máli en brot­in geta átt sér stað hvar sem er.

Alda Hrönn, sem starfaði áður sem yf­ir­lög­fræðing­ur lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins á Suður­nesj­um, fjallaði um átak gegn heim­il­isof­beldi sem hófst á Suður­nesj­um í fe­brú­ar 2013, fyrst sem til­rauna­verk­efni og að því loknu sem fram­búðar­verklag.

Fengu ekki fram­göngu inn­an rétt­ar­kerf­is­ins

Verk­efnið var unnið í sam­vinnu við fé­lags­mála­yf­ir­völd á svæðinu. Aðdrag­andi verk­efn­is­ins var sá að það var upp­lif­un lög­reglu að fá heim­il­isof­beld­is­mál fengu fram­göngu inn­an rétt­ar­kerf­is­ins, úrræði um nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili voru ekki nýtt m.a. vegna þess að stuðning skorti fyr­ir þolend­ur og eft­ir at­vik­um gerend­ur, ósam­ræmi í af­greiðslu mála og skrán­ingu þrátt fyr­ir verklags­regl­ur og heim­il­isof­beldi var ekki litið nægi­lega al­var­leg­um aug­um í sam­fé­lag­inu svo vit­unda­vakn­ingu þurfti til að stemma stigu við þeirri ógn og lýðheilsu­vanda­máli sem heim­il­isof­beldi er.

Mark­miðið með verk­efn­inu var að fyrstu viðbrögð lög­reglu yrðu mark­viss­ari og rann­sókn­ir vandaðri í því skyni að koma í veg fyr­ir ít­rekuð brot, að fleiri mál sættu ákæru, að úrræði um nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili væru bet­ur nýtt og að aðstoð við þolend­ur og gerend­ur yrði bet­ur nýtt.

Hún seg­ir það upp­lif­un lög­regl­unn­ar að fá heim­il­isof­beld­is­mál hafi fengið fram­göngu inn­an rétt­ar­kerf­is­ins.  Úrræði um nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili voru ekki nýtt, stuðning skorti fyr­ir þolend­ur og eft­ir at­vik­um gerend­ur og ekki var sam­ræmi í af­greiðslu mála og skrán­ingu þrátt fyr­ir verklags­regl­ur.

Á haust­mánuðum 2014 var ákveðið að inn­leiða svipuð verklag í sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg sem lagði 50 millj­ón­ir króna til verk­efn­is­ins í formi bakvakt­ar hjá fé­lagsþjón­ustu. Ekki var um að ræða að sér­stak­ir fjár­mun­ir væru lagðir í verk­efnið hjá embætti LRH þó það hafi fljót­lega sýnt sig að verk­efnið muni kosta tölu­verða fjár­muni. Er því hjá embætt­inu for­gangsraðað í þágu mála­flokks­ins. Í des­em­ber sl. tóku gildi nýj­ar verklags­regl­ur RLS er snúa að vinnu lög­reglu í þess­um mála­flokki.

51 mál á mánuði

Verk­efnið hófst þann 12. janú­ar síðastliðinn og hef­ur það strax sýnt sig að þörf­in er mik­il enda hef­ur til­kynn­ing­um um heim­il­isof­beldi fjölgað tölu­vert. Ekki er þó talið að meira sé um heim­il­isof­beldi en verið hef­ur, held­ur eru mál­in bet­ur skráð/​unn­in/​yf­ir­far­in hjá lög­reglu, auk þess sem til­kynn­ing­um hef­ur fjölgað, hugs­an­lega vegna vit­und­ar­vakn­ing­ar í sam­fé­lag­inu. LRH á í viðræðum við önn­ur sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu um að þar verði tekið upp sam­svar­andi verklag.

Á tíma­bil­inu 12. janú­ar til 12. fe­brú­ar kom 51 heim­il­isof­beld­is­mál til kasta lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu sem er svipaður fjöldi mála og á heilu ári á Suður­nesj­um. Í 86% til­vika voru gerend­urn­ir karl­ar og í 78% til­vika voru mál­in skráð sem lík­ams­árás­ir. Í 75% til­vika var um of­beldi milli maka eða fyrr­ver­andi maka og í einu til­viki var um mannslát að ræða.

Íslend­ing­ar í meiri­hluta fórn­ar­lamba og gerenda

Af gerend­un­um áttu 75% þeirra fyrri sögu um of­beldi og 75% þolenda voru kon­ur. Á 67% heim­il­anna voru börn, 67% gerenda voru ís­lensk­ir og 64% voru ís­lensk­ir. 59% gerenda eru á aldr­in­um 18-39 ára en 55% þolenda er á þeim aldri.

Að sögn Öldu er til mik­ils er að vinna fyr­ir gerend­ur, þolend­ur og börn á heim­il­inu með því að ná að grípa inn í aðstæður og hugs­an­lega stöðva heim­il­isof­beldi. Auk þess hef­ur verk­efnið mikið for­varna­gildi en Bret­ar hafa reiknað það út að fyr­ir hvert pund sem lagt er í verk­efni af þessu tagi spar­ast önn­ur sex.

Hún seg­ir að lög­regl­an vilji nýta bet­ur þann glugga bet­ur þegar lög­regla er kölluð á vett­vang. Að veita aðstoð meðal ann­ars með vett­vangs­rann­sókn, taka viðtöl við vitni og þá sem verða fyr­ir of­beld­inu og beita of­beldi. Barna­vernd er kölluð út ef börn eru á heim­il­inu og eins eru áverk­ar þolenda myndaðir og þeir fá lækn­is­rann­sókn. Fórn­ar­lömb­um eru kynnt þau úrræði sem eru í boði og mál­un­um fylgt eft­ir af fag­fólki.

Þóra Kemp, deild­ar­stjóri á vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar, sagði í pall­borðsum­ræðum á fund­in­um, að hjá sviðinu sé það alltaf sama mann­eskj­an sem fylgi mál­inu eft­ir allt frá út­kall­inu.

Að sögn Þóru hafa starfs­menn á vel­ferðarsviðinu farið í 25 út­köll á tíma­bil­inu frá 12. janú­ar, þegar átakið hófst, til 16 fe­brú­ar. Það séu sex þjón­ustumiðstöðvar sem koma þar að og skipta þær á milli sín vökt­un­um sem koma á öll­um tím­um sól­ar­hrings­ins. Fram kom í máli Öldu að flest brot­in séu fram­in um helg­ar en Þóra seg­ir að það hafi í raun komið vel­ferðarsviðinu á óvart að heim­il­isof­beldið eigi sér stað á hvaða tíma sól­ar­hrings­ins sem er.

Ein­ar Gylfi Jóns­son, sál­fræðing­ur, hef­ur sinnt meðferðarúr­ræðum fyr­ir gerend­ur heim­il­isof­beld­is í gegn­um verk­efnið „karl­ar til ábyrgðar“ sem er eina sér­hæfða meðferðaúr­ræðið fyr­ir karla sem beita of­beldi á heim­il­um hér á landi. Um er að ræða ein­stak­lingsmeðferð og hópmeðferð hjá sál­fræðing­um. Þótt karl­ar séu ekki ein­ir um að beita of­beldi er meðferðarúr­ræðið aðeins fyr­ir þá en eins og töl­ur sýna fram á þá eru karl­ar í flest­um til­vik­um gerend­ur heim­il­isof­beld­is.

Hann fagn­ar því sam­starfi sem Reykja­vík­ur­borg og lög­regl­an eru í hvað varðar of­beldi á heim­il­um og bend­ir á að í þjóðfé­lag­inu hafi orðið vit­und­ar­vakn­ing á þessu sviði. Það sjái hann í gegn­um starf sitt en nú er orðið eitt­hvað um að fólk leiti til þeirra án op­in­berra af­skipta. Það hafi verið óþekkt í fyrstu.

Hann hef­ur hins veg­ar áhyggj­ur af því að verk­efn­um sé bætt á vel­ferðarsviðið sem sé und­ir­mannaður vinnustaður og fólk hlaðið verk­efn­um.

Börn sem upp­lifa of­beldi eru lík­legri til þess að beita of­beldi

Sól­veig Ásgríms­dótt­ir, sál­fræðing­ur og fyrr­ver­andi for­stöðumaður Stuðla, meðferðar­stöðvar rík­is­ins fyr­ir ung­linga, sagði á fund­in­um að flest þeirra barna sem dvöldu á Stuðlum og glímdu við hegðun­ar­vanda hafi all­flest upp­lifað and­legt of­beldi, annað hvort sem vitni eða sem bein fórn­ar­lömb. Hún seg­ir að oft sé barni sem upp­lifi of­beldi á heim­ili sínu ekki alltaf veitt nægj­an­leg aðstoð. Þetta hafi áhrif á þroska þeirra og hæfni til sam­skipta. Jafn­framt eru þau lík­legri til að verða gerend­ur slíks of­beld­is síðar. Því börn­in læra það sem fyr­ir þeim er haft. 

Að sögn Ein­ars Gylfa hafa um 60-70% þeirra karla sem beita of­beldi orðið sjálf­ir fyr­ir of­beldi. Hann sagði að þau börn sem búa á heim­il­um þar sem of­beldi er fyr­ir hendi líði oft svipað og börn­um sem búa á átaka­svæðum. Slík sé van­líðanin.

Barnaverndastofa rekur fjögur meðferðarheimili eða deildir. Stuðlar eru flaggskipið.
Barna­vernda­stofa rek­ur fjög­ur meðferðar­heim­ili eða deild­ir. Stuðlar eru flagg­skipið. mbl.is/Þ​órður
Börn sem upplifa ofbeldi á heimilum eru líklegri til þess …
Börn sem upp­lifa of­beldi á heim­il­um eru lík­legri til þess að fremja slík brot en önn­ur börn mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
Á 67% heimila sem lögreglan var kölluð á vegna heimilisofbeldis …
Á 67% heim­ila sem lög­regl­an var kölluð á vegna heim­il­isof­beld­is voru börn á heim­il­inu. Eggert Jó­hann­es­son
Svona lítur Fokk ofbeldi armbandið út.
Svona lít­ur Fokk of­beldi arm­bandið út.
mbl.is