„Einhver séríslenskur samkvæmisleikur“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég held að það sé ekki nokk­ur ein­asta leið að halda slíkri umræðu áfram án þess að hátt­virt­ir þing­menn, sem hafa haft öll tæki­færi til þess að kynna sér hvað felst í því að vera aðili að Evr­ópu­sam­band­inu, komi hreint fram og tali um hlut­ina út frá þeim skoðunum sem þeir hafa.“

Þetta sagði Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Alþingi í dag í umræðum um störf þings­ins þar sem hann hrósaði Ró­bert Mars­hall, þing­manni Bjartr­ar framtíðar, fyr­ir að hafa í ræðu í þing­inu í síðustu viku sagt hreint út að hann vildi ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Guðlaug­ur sagði það grunn­inn að mál­efna­legri og upp­lýstri umræðu um sam­bandið að ræða málið á þeim nót­um. Út frá af­stöðu fólks til eig­in­legr­ar inn­göngu.

„Við erum hér, virðulegi for­seti, í ein­hverj­um sér­ís­lensk­um sam­kvæm­is­leik sem geng­ur út á það að menn þykj­ast ekki kann­ast við hvað ná­kvæm­lega felst í því að vera í Evr­ópu­sam­band­inu og tala síðan út frá því. Ég veit ekki til þess að þessi leik­ur sé viðhafður ann­ars staðar. En hér kom hátt­virt­ur þingmaður Ró­bert Mars­hall og talaði mjög skýrt,“ sagði hann.

Guðlaug­ur sagði varla við öðru að bú­ast en að Ró­bert hefði myndað sér skoðun á jafn stóru máli og Evr­ópu­sam­band­inu í ljósi þess að hann hefði tekið þátt í umræðum um sam­bandið og verið lengi þátt­tak­andi í stjórn­mál­um. Miklu betra væri að ræða mál­in út frá staðreynd­um frek­ar en ein­hverju allt öðru.

mbl.is