Undirbúningur loftslagsfundar hafinn

00:00
00:00

Franska leik­kon­an Mari­on Cotill­ard var með í för þegar Franço­is Hollande, for­seti Frakk­lands, heim­sótti Fil­ipps­eyj­ar í dag til þess að und­ir­búa mik­il­væg­an lofts­lags­fund Sam­einuðu þjóðanna í des­em­ber. Þar þarf ár­ang­ur að nást til að koma í veg fyr­ir al­var­leg­ar lofts­lags­breyt­ing­ar.

Cotill­ard sagði að Fil­ipps­eyj­ar væru eitt fyrsta land í heimi sem lofts­lags­breyt­ing­ar hafi skaðað veru­lega og vísaði þar til mik­illa felli­bylja sem hafa gengið yfir eyj­arn­ar und­an­far­in ár. Fil­ipps­ey­ing­ar séu jafn­framt á meðal fyrstu þjóða heims sem geri sér grein fyr­ir því að eitt­hvað þurfi að gera til að koma í veg fyr­ir af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga.

mbl.is