Kóparnir eins og pokar af beinum

Fleiri hundruð vannærðum og veik­um sæljón­skóp­um hef­ur skolað á land í Kali­forn­íu. Þetta er þriðji vet­ur­inn í röð sem slíkt ger­ist. Dýr­in eru mörg hver mjög horuð, lík­ust pok­um af bein­um.

Yfir 900 kóp­um hef­ur verið bjargað úr sjón­um frá byrj­un árs og þeim komið fyr­ir í dýra­at­hvörf­um víðsveg­ar um Kali­forn­íu­ríki þar sem hlúð er að þeim. Yfir 160 þeirra eru í um­sjá Sjáv­ar­spen­dýramiðstöðvar­inn­ar í Kali­forn­íu. Á degi hverj­um koma allt að tíu kóp­ar til miðstöðvar­inn­ar og nú er út­lit fyr­ir að bráðlega verði þar allt yf­ir­fullt.

Sum­ir kóp­anna eru svo vannærðir að þeir hafa þurft að fá nær­ingu í æð. Rif­bein­in sjást greini­lega, sem er óvenju­legt, þar sem þykkt fitu­lag hyl­ur þau venju­lega vand­lega.

„Kóp­arn­ir verða viðskila við mæður sín­ar. Þeir eru vannærðir og horaðir, eins og pok­ar full­ir af bein­um,“ seg­ir Shawn John­son, yf­ir­dýra­lækn­ir hjá Sjáv­ar­spen­dýramiðstöðinni.

Ekki er hægt að bjarga öll­um kóp­un­um. „Það er erfitt að koma hingað á morgn­ana og sjá að ein­hverj­ir hafa drep­ist um nótt­ina. Að þurfa að halda á nokk­urra kílóa dauðum kópi niður í rann­sókn­ar­stof­una okk­ar er bara ... það er bara mjög erfitt.“

Í ár eru veiku kóp­arn­ir óvenjumarg­ir. En hvað veld­ur? Í grein í Washingt­on Post kem­ur fram að vís­inda­menn telji að hlýn­un sjáv­ar sé um að kenna. Hlýr sjór­inn við strend­urn­ar verður til þess að æti sæljón­anna, m.a. sard­ín­ur, leit­ar dýpra í sjó­inn. Mæður kóp­anna þurfa því að leita lengra eft­ir æti fyr­ir þá og skilja þá eft­ir á meðan. Þannig verða þeir viðskila við mæður sín­ar og tær­ast upp af vannær­ingu.

mbl.is