Minni losun er eina lausnin

Hlutfall endurnýjanlegrar orku er hvað hæst á Íslandi á meðal …
Hlutfall endurnýjanlegrar orku er hvað hæst á Íslandi á meðal landa heims. Til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þarf að draga úr og vinna upp á móti útblæstri frá bifreiðum, skipum og flugvélum. mbl.is/Ómar

Eina lang­tíma­lausn­in á lofts­lags­breyt­ing­um er að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda. Aðrar leiðir eins og kol­efn­is­bind­ing eru hins veg­ar nauðsyn­leg­ar á meðan menn færa sig yfir í end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa, að sögn Bjarna Diðriks Sig­urðsson­ar, pró­fess­ors við Land­búnaðar­há­skóla Íslands. Hann er einn þeirra sem halda er­indi á opn­um fundi Lands­virkj­un­ar um ábyrgð fyr­ir­tækja í lofts­lags­mál­um sem fer fram í dag.

Jarðarbú­ar hafa dælt um níu millj­örðum tonna af hreinu kol­efni út í loft­hjúp jarðar­inn­ar á hverju ári að meðaltali und­an­far­inn ára­tug. Los­un manna á gróður­húsaloft­teg­und­um veld­ur því að meðal­hita­stig jarðar­inn­ar rís og gæti hann verið orðinn allt frá 4-6°C hærri við lok ald­ar­inn­ar en miðað við tíma­bilið fyr­ir iðnbylt­ingu. Þjóðir heims hafa hins veg­ar sett sér það mark­mið að halda hlýn­un­inni inn­an við 2°C.

Mörg er­ind­anna á fundi Lands­virkj­un­ar fjalla um upp­græðslu og kol­efn­is­bind­ingu. Bjarni Diðrik seg­ir hins veg­ar að slík­ar aðferðir geti aldrei orðið var­an­leg­ar lausn­ir á lofts­lags­breyt­ing­um af völd­um los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda.

Þurf­um á öll­um leiðum að halda til að brúa bilið

„Eina var­an­lega lausn­in er að hætta að nota jarðefna­eldsneyti sem orku­gjafa. Hinar leiðirn­ar geta ein­göngu keypt okk­ur tíma­bund­inn frest. Með þeim get­um við í raun keypt okk­ur tíma til að geta brugðist við að breyta orku­gjöf­un­um. Slíkt myndi aldrei leysa lang­tíma­vanda­málið,“ seg­ir Bjarni Diðrik.

Leiðir eins og kol­efn­is­bind­ing verða hins veg­ar mik­il­væg­ar á næstu tíu til fimm­tíu árum á meðan menn færa sig yfir í aðra orku­gjafa.

„Við þurf­um á öll­um þess­um leiðum að halda ef við eig­um að draga úr þess­um áhrif­um eins og kost­ur er. Það er eng­in ein leið rétt held­ur þurf­um við á þeim öll­um að halda,“ legg­ur Bjarni Diðrik áherslu á.

Þrátt fyr­ir að menn losi um níu millj­arða tonna af kol­efni út í loftið seg­ir Bjarni Diðrik að um 60% af meng­un­inni sé tek­in upp af vist­kerf­um, landi og sjó. Vís­inda­menn velti hins veg­ar fyr­ir sér hvort að nátt­úru­leg vist­kerfi haldi áfram að taka upp og geyma svo mikið magn kol­efn­is. Ef virkni þeirra hvað þetta varðar minnk­ar í framtíðinni gæti styrk­ur gróður­húsaloft­teg­unda auk­ist hlut­falls­lega hraðar en menn hafa spáð.

Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, á …
Bjarni Diðrik Sig­urðsson, pró­fess­or í skóg­fræði við Land­búnaðar­há­skóla Íslands, á opn­um fundi Lands­virkj­un­ar um lofts­lags­mál í dag. Styrm­ir Kári

Get­um ekki látið aðra um að gera all­ar breyt­ing­arn­ar

Ísland er það land sem er með hæst hlut­fall end­ur­nýj­an­legr­ar orku í heim­in­um enda fæst 99% af upp­hit­un og raf­orku með end­ur­nýj­an­leg­um orku­gjöf­um. Til þess að Íslend­ing­ar geti dregið úr los­un sinni á gróður­húsaloft­teg­und­um þurfa þeir að finna aðrar leiðir en kol­efna­eldsneyti fyr­ir bíl­ar, skip og flug­vél­ar. Af þess­ari ástæðu eru leiðir eins og kol­efn­is­bind­ing mik­il­væg­ar hér á landi, seg­ir Bjarni Diðrik.

„Við mun­um aldrei geta kom­ist lengra en tækni­leg­ar lausn­ir finn­ast. Það er gríðarlega margt að ger­ast á heimsvísu og við njót­um góðs að því en Ísland er lítið land og við erum nátt­úru­lega ekki að þróa þess­ar iðnaðarlausn­ir. Það er ein­mitt á þessu fljót­andi eldsneyti sem allt stend­ur hjá okk­ur að kom­ast lengra. Önnur lönd eru að draga mikið úr los­un en það eru orku­kerf­in sem menn eru að breyta en ekki fljót­andi eldsneyti,“ seg­ir hann.

Bjarni Diðrik seg­ir lausn­in á lofts­lags­breyt­ing­um vera siðferðis­lega spurn­ingu. Vanda­málið sé hnatt­rænt og all­ir verði að standa sína plikt.

„Við get­um ekki látið Banda­ríkja­menn eða aðrar þjóðir gera all­ar breyt­ing­ar hjá sér og ætl­ast til þess að við njót­um góðs af því. All­ir alþjóðasamn­ing­ar ganga út á að hvert land fyr­ir sig geri það sem það get­ur til að draga úr þess­ari los­un. Á meðan við erum ekki kom­in með lausn­irn­ar end­an­lega á þessu fljót­andi eldsneyti á Íslandi þá höf­um við þessa bindi­leið af því að við erum búin að breyta orku­kerf­inu,“ seg­ir hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina