Vara við „kolefnabólu“

Merki Seðlabanka Bretlands.
Merki Seðlabanka Bretlands. EPA

Breski seðlabank­inn hef­ur varað við því að trygg­inga­fyr­ir­tæki gætu tapað háum fjár­hæðum á fjár­fest­ing­um sín­um í kol­efna­eldsneyt­is­fyr­ir­tækj­um vegna aðgerða til að koma í veg fyr­ir verstu af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga.

„Ein af af ríkj­andi hætt­un­um þessa stund­ina er sú að trygg­inga­fyr­ir­tæki sem fjár­festa í eign­um gætu „strandað“ vegna stefnu­breyt­inga sem tak­marka notk­un jarðefna­eldsneyt­is. Eft­ir því sem heims­byggðin dreg­ur meira úr kol­efna­los­un sinni, þá gætu fjár­fest­ing­ar í jarðefna­eldsneyti, sem hef­ur verið vax­andi fjár­mála­markaður á und­an­förn­um ára­tug­um, tekið stórt högg,“ sagði Paul Fis­her, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri fjár­mála­eft­ir­lits bank­ans, á fundi með full­trú­um trygg­inga­fyr­ir­tækja í gær. Það hef­ur meðal ann­ars eft­ir­lit með bönk­um og trygg­inga­fyr­ir­tækj­um og á að reyna að koma í veg fyr­ir kerf­is­læga áhættu fyr­ir hag­kerfið.

Fjár­festu 670 millj­arða doll­ara í olíu-, gas- og kola­leit árið 2013

Áður hef­ur Mark Car­ney, seðlabanka­stjóri, sagt að ekki sé hægt að brenna mikl­um meiri­hluta jarðefna­eldsneyt­is­forða jarðar­inn­ar ef menn ætla að halda hlýn­un jarðar inn­an við 2°C miðað við fyr­ir iðnbylt­ingu. Það er yf­ir­lýst mark­mið þjóða heims. Bank­inn mun skila skýrslu til bresku rík­is­stjórn­ar­inn­ar síðar á þessu máli og fjár­mála­lega áhættu vegna „kol­efna­bólu“.

Fjöldi rann­sókna hef­ur sýnt að til að stand­ast þetta mark­mið þurfi menn að skilja 80% af kola­forðanum, helm­ing gas­forðans og þriðjung olíu­forðans eft­ir í jörðinni. Engu að síður eyddu fyr­ir­tæki um 670 millj­örðum doll­ara í að leita kol­efna­eldsneyt­is á ár­inu 2013. Sú fjár­fest­ing gæti farið fyr­ir bý ef menn grípa til raun­veru­legra aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um og draga veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda sem hlýst af bruna jarðefna­eldsneyt­is.

Frétt The Guar­di­an af viðvör­un­ar­orðum breska seðlabank­ans

mbl.is