Markaðstrúin rót afneitunar

James Inhofe, formaður umhverfisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom með snjóbolta í …
James Inhofe, formaður umhverfisnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, kom með snjóbolta í þingsal til að sýna fram á að hnattræn hlýnun ætti sér ekki stað. Hann hefur m.a. skrifað bók um að loftslagsbreytingar séu ein mesta svikamylla sögunnar. C-SPAN

Hægri­menn í Banda­ríkj­un­um hafa ekki getað horfst í augu við að lofts­lags­breyt­ing­ar af völd­um manna eru dæmi um að frjáls markaður ráði ekki í öll­um til­fell­um við að leiðrétta markaðsbresti. Þetta seg­ir yf­ir­maður lofts­lags­rann­sókna NASA en hann og fleiri lofts­lags­vís­inda­menn þurfa oft að sæta harðri umræðu um sig.

Lofts­lags­mál hafa orðið að bit­beini stjórn­mála­manna á sum­um stöðum en hvergi þó á eins áber­andi hátt og í Banda­ríkj­un­um. Þar eru lofts­lags­vís­inda­menn sem greina frá þeim niður­stöðum sín­um að lofts­lags­breyt­ing­ar séu af völd­um los­un­ar manna á gróður­húsaloft­teg­und­um út­hrópaðir sem þátt­tak­end­ur í sam­særi, þeir kunni ekki að fara með gögn­in eða að þeir fylgi aðeins eft­ir meg­in­straum­in­um gagn­rýn­is­laust.

Gavin Schmidt, for­stöðumaður Godd­ard-geim­rann­sókna­stofn­un­ar NASA (GISS), rifjar upp þegar hann sá fyrst grein í dag­blaði fyr­ir fjór­tán árum þar sem blaðamönn­um skjátlaðist al­ger­lega. Hún fjallaði um vís­inda­grein sem sýndi að lofts­lags­líkön og at­hug­an­ir kæmu vel heim og sam­an. Í blaðagrein­inni var hins veg­ar þver­öfug álykt­un dreg­in og var það sagt sýna end­an­lega að meira magn kolt­ví­sýr­ings væri ekki or­sök hnatt­rænn­ar hlýn­un­ar.  

„Ég hugsaði að þeir hefðu bara rugl­ast. Þetta var flók­in grein. Þannig að ég skrifaði bréf til blaðsins. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa. Kannski hélt ég að þeir myndu þakka mér fyr­ir og segj­ast myndu gera bet­ur næst. Þeir birtu bréfið mitt en svo var heil önn­ur grein um hversu hræðileg mann­eskja ég væri og mála­til­búnaður minn væri aug­ljós og að þeir myndu ekki láta glepj­ast af frjáls­lynd­um, græn­mæt­isætu-, sósíal­ísku hátt­um mín­um. Ég held að ég hafi verið svo­lítið barna­leg­ur þá en upp frá því er ég það ekki. Maður átt­ar sig bet­ur á hvaða stöðu menn taka. Með því að rök­ræða við þá veit­ir maður þeim meiri at­hygli. Það er betra að hunsa þá bara,“ seg­ir hann í viðtali við mbl.is.

Kon­ur lenda sér­stak­lega illa í sví­v­irðing­un­um

Spurður að því hversu ergj­andi það sé að stjórn­mála­menn, tals­menn stór­fyr­ir­tækja og ein­stak­ling­ar kasti í sí­fellu rýrð á störf lofts­lags­vís­inda­manna, seg­ir Schmidt að það séu ekki ruglu­dall­arn­ir sem ergi hann. Það sé frek­ar þegar aðrir vís­inda­menn láti glepj­ast út í að renna stoðum und­ir umræðupunkta í fjöl­miðlum sem séu al­ger­lega falsk­ir. Stund­um séu þeir barna­leg­ir og átti sig ekki á að þeir séu að láta draga sig út í póli­tíska bar­áttu þar sem menn reyni að vinna hug og hjarta al­menn­ings.

Umræðan um lofts­lags­mál­in og lofts­lags­vís­inda­menn get­ur orðið hat­römm en eins og áður seg­ir eru vís­inda­menn oft sakaðir um, í versta falli, sam­særi, og í besta falli að vera ekki starfi sínu vaxn­ir eða blindaðir af hjarðhegðun.

„Það er ekki hægt að taka þessu per­sónu­lega því þetta er ekki beint að þér per­sónu­lega. Oft er fólk að reyna að ná viðbrögðum út úr öðrum, ekki síst á Twitter. Við til­kynnt­um að 2014 hafi verið heit­asta árið á dög­un­um og það var forsíðufrétt í dag­blöðum um all­an heim nán­ast. Það fer í taug­arn­ar á sumu fólki. Hvernig get­ur verið að hlýna? „Það get­ur ekki verið að hlýna, þið hljótið að vera að eiga við gögn­in, lygnu komm­ún­ista­úrþvætt­in ykk­ar.“ Ég fæ mikið af þessu. Ég lýg ekki, ég er ekki komm­ún­isti. Meira að segja kon­unni minni finnst ég ekki vera úrþvætti. Maður get­ur ekki tekið þessu al­var­lega. Ég er bara tákn um það sem þessu fólki lík­ar ekki við,“ seg­ir Schmidt.

Ætli menn sér að vera op­in­ber­ar per­són­ur verði þeir að hafa þykk­an skráp. Að því sögðu, seg­ir Schmidt að í sum­um til­fell­um geti sví­v­irðing­arn­ar orðið svo slæm­ar að ekki er hægt að búa við þær, al­veg sama hversu þykk­an skráp fólk hef­ur eða tel­ur sig hafa.

„Það eru sér­stak­lega kon­ur sem verða fyr­ir þessu. Ef þú ert kona sem fæst við þetta þá er það verra og það get­ur fengið þig til að gef­ast upp og hverfa af op­in­ber­um vett­vangi. Það er stór­slys því við þurf­um á öllu þessu fólki að halda en þetta get­ur orðið svona slæmt. Fyr­ir mig hef­ur það ekki verið það en ég veit um fólk sem vill ekki tjá sig vegna þess að það vill ekki fá minnsta hluta af þessu,“ seg­ir hann. 

Talið er að ísbreiður heimsskautanna muni minnka eftir því sem …
Talið er að ís­breiður heims­skaut­anna muni minnka eft­ir því sem meðal­hiti jarðar­inn­ar rís. AFP

Meira póli­tískt hug­leysi en al­ger fá­fræði

Spurður að því hvers vegna hann telji að lofts­lags­mál­in hafi orðið að svo um­deildu máli bend­ir Schmidt á að það sé alls ekki um­deilt alls staðar. Á flest­um stöðum séu ein­hverj­ir ruglu­dall­ar en staðreynd­ir lofts­lags­breyt­inga séu ekki um­deild­ar á póli­tísk­um vett­vangi í meiri­hluta Evr­ópu.

Í Banda­ríkj­un­um hafi lofts­lags jarðar hins veg­ar orðið að póli­tísku þrætu­epli. Það rek­ur Schmidt meðal ann­ars til deilna sem gengið hafa á áður vegna um­hverf­is­mála eins og í kring­um súrt regn, eyðingu óson­lags­ins og meng­un­ar í ám og vötn­um. Þeir sem aðhyll­ist frjáls­hyggju hafi ekki getað sætt sig við þá staðreynd að markaður­inn hafi ekki sjálf­ur getað séð um að bæta upp nei­kvæð ytri áhrif los­un­ar gróður­húsaloft­teg­unda.

„Það hef­ur alltaf verið þessi hóp­ur í Banda­ríkj­un­um sem hef­ur verið svo upp­full­ur af kenni­setn­ing­um hins frjálsa markaðar að hann hef­ur aldrei getað horfst í augu við að um­hverf­is­vanda­mál séu vís­bend­ing um markaðsbrest og að markaður­inn sjái ekki um hlut­ina sjálf­ur á frá­bær­an hátt. Í Evr­ópu er ekki sama menn­ing­ar­lega afstaðan til markaðar­ins sem myndi bein­ast gegn um­hverf­is­mál­um,“ seg­ir Schmidt.

Við þetta bæt­ist að vinnslu­fyr­ir­tæk­in í kol­efna­eldsneyt­isiðnaði séu gríðarlega valda­mik­il í Banda­ríkj­un­um og þau hafi varið óheyri­leg­um fjár­hæðum í að kaupa stjórn­mála­menn til fylgilags við sig. Ann­ar angi sé sú staðreynd að um­hverf­is­mál hafi á sér menn­ing­ar­leg­an blæ í hug­um margra Banda­ríkja­manna. Um­hverf­is­hyggju tengi menn við frjáls­lyndi íbúa í borg­um á aust­ur- og vest­ur­strönd lands­ins sem stang­ist á við gildi þeirra sem búa inni í land­inu.

Schmidt seg­ist einnig telja að flest af því sem stjórn­mála­menn gera til að ve­fengja lofts­lags­vís­inda­menn séu póli­tískt leik­rit. Af­neit­un­in sé bund­in við tak­markaðan en há­vær­an hóp.

„Það eru nokkr­ir sem eru mjög há­vær­ir en svo er mikið af fólki sem hugs­ar að þetta sé ekki þeirra mál, það vill ekki blanda sér inn í það, það veit að þetta fólk er ruglað en það berst með straumn­um þar til hann snýst. Það er mikið af fólki sem er nokkuð skyn­samt í þess­um mál­um, jafn­vel í Re­públi­kana­flokkn­um, en núna er ekki tím­inn fyr­ir það að láta heyra í sér. Þetta er meira póli­tískt hug­leysi en al­ger fá­fræði,“ seg­ir hann.

Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknarstofnunar NASA.
Gavin Schmidt, for­stöðumaður Godd­ard-geim­rann­sókn­ar­stofn­un­ar NASA. Eggert Jó­hann­es­son

Fyrri hlut­ar viðtals mbl.is við Gavin Schmidt

Jörðin verður ann­ar staður

Kol­díoxíðið er brennu­varg­ur­inn

mbl.is