„Fráleit útlegging á því sem ég sagði“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er al­veg frá­leit út­legg­ing á því sem ég sagði í þætt­in­um,“ seg­ir Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við mbl.is vegna frétt­ar á vefsíðu sjón­varps­stöðvar­inn­ar Hring­braut­ar þess efn­is að hann hafi sagt í viðtali á stöðinni að hann hefði efa­semd­ir um Evr­ópu­sam­bandið og evr­una og að sjálfsagt væri að skoða aðra kosti sem gætu tryggt lífs­kjör þjóðar­inn­ar.

„Ég var spurður út í þessa af­stöðu og svaraði því til að ég hefði árum sam­an tamið mér það að næra með mér efa­semd­ir um Evr­ópu­sam­bandið og hvort aðild að því væri rétt­ur kost­ur. Ég hefði reglu­lega end­ur­metið það en alltaf kom­ist að þeirri niður­stöðu að þetta væri besti kost­ur­inn fyr­ir Ísland og það er enn mín afstaða. Hún er al­veg óbreytt. Ástæðan er sú að þetta er ekk­ert trú­ar­atriði held­ur snýst málið um mat á ís­lensk­um hags­mun­um í ljósi þró­un­ar í út­lönd­um. Bæði geta hags­mun­ir Íslands breyst og eins get­ur þróun mála er­lend­is tekið breyt­ing­um. Þess vegna skipt­ir máli að hafa þesi mál alltaf til stöðugs end­ur­mats,“ seg­ir Árni Páll.

mbl.is