Sýndu stillimynd í stað heimildarmyndar

Stillimynd með nafni heimildarmyndarinnar var á skjánum í klukkustund.
Stillimynd með nafni heimildarmyndarinnar var á skjánum í klukkustund. Skjáskot

Indverska sjónvarpsstöðin NDTV hætti útsendingu í klukkustund í dag til að mótmæla banni á sýningu heimildarmyndarinnar India's Daughter í landinu. Myndin átti að vera á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar í kvöld en lögbann var sett á sýningu myndarinnar á Indlandi. Myndin var hins vegar sýnd á BBC á miðvikudagskvöld.

Í myndinni er fjallað um hópnauðgunina í strætisvagninum í Delí. Stúlkan sem fyrir henni varð lést af þeim áverkum sem hún hlaut. Íslensk kona kom að fjármögnun heimildarmyndarinnar.

Í stað útsendingar birti sjónvarpsstöðin NDTV stillimynd með nafni myndarinnar í klukkutíma, á þeim tíma sem sýna átti myndina.

Einn af ritstjórum stöðvarinnar skrifaði á Twitter í kvöld: „Við munum ekki hrópa, en við munum hljóta áheyrn.“

<blockquote class="twitter-tweet">

We won't Shout but we will be Heard <a href="https://twitter.com/SharmaKadambini">@SharmaKadambini</a>: <a href="https://twitter.com/hashtag/IndiasDaughters?src=hash">#IndiasDaughters</a> 9pm to 10pm <a href="http://t.co/UKfqtTImL7">pic.twitter.com/UKfqtTImL7</a>”

— sonia singh (@soniandtv) <a href="https://twitter.com/soniandtv/status/574604884609122305">March 8, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Margir fögnuðu því á samfélagsmiðlum að sjónvarpsstöðin skyldi taka afstöðu í málinu með þessum hætti.

<blockquote class="twitter-tweet">

This is the most effective protest in the history of Indian news tv. Solidarity <a href="https://twitter.com/hashtag/Ndtv?src=hash">#Ndtv</a>.

— nikhil wagle (@waglenikhil) <a href="https://twitter.com/waglenikhil/status/574603681695322113">March 8, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

My TV is on <a href="https://twitter.com/hashtag/NDTV?src=hash">#NDTV</a> from 9pm till the end of the protest. Will the govt force me to switch channels? <a href="https://twitter.com/hashtag/IndiasDaughter?src=hash">#IndiasDaughter</a> <a href="http://t.co/r7yfhVwpNq">pic.twitter.com/r7yfhVwpNq</a>

— Anna MM Vetticad (@annavetticad) <a href="https://twitter.com/annavetticad/status/574606055579123712">March 8, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

All Indian news channels and websites should follow <a href="https://twitter.com/hashtag/NDTV?src=hash">#NDTV</a> and go silent for some time. It will be counted as golden period of recent time.

— Zaid Hamid (@SirZaidHamid) <a href="https://twitter.com/SirZaidHamid/status/574610538392608768">March 8, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>




mbl.is