Banna loftslagsbreytingar

Miami í Flórída. Hækkun yfirborðs sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar …
Miami í Flórída. Hækkun yfirborðs sjávar af völdum hnattrænnar hlýnunar mun hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir Flórída. Wikipedia

Starfs­mönn­um um­hverf­is­stofn­un­ar Flórída hef­ur verið bannað að nota hug­tök­in „lofts­lags­breyt­ing­ar“ og „hnatt­ræn hlýn­un“í op­in­ber­um til­kynn­ing­um, tölvu­póst­um eða skýrsl­um. Strand­rík­inu Flórída staf­ar mest hætta af völd­um lofts­lags­breyt­inga í Banda­ríkj­un­um vegna hækk­andi yf­ir­borðs sjáv­ar.

Sam­tök rann­sókn­ar­blaðamanna í Flórída greindu frá þessu um helg­ina en rann­sókn þeirra byggði á frá­sögn­um fyrr­ver­andi starfs­manna um­hverf­is­stofn­un­ar Flórída, ráðgjafa, sjálf­boðaliða og gagna sem blaðamenn­irn­ir komust yfir. Bannið á notk­un þess­ara hug­taka er sagt hafa haft áhrif á skýrsl­ur, mennta­mál og stefnu­mót­un hjá stofn­un­inni.

„Okk­ur var sagt að nota ekki nota ekki hug­tök­in „lofts­lags­breyt­ing­ar“, „hnatt­ræn hlýn­un“ eða „sjálf­bærni“. Þeim skila­boðum var komið til mín og sam­starfs­manna minna af yf­ir­mönn­um okk­ar hjá aðalskrif­stof­unni,“ seg­ir Christoph­er Byrd sem starfaði sem lög­fræðing­ur hjá aðalskrif­stofu um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar í Talla­hassee frá 2008 til 2013.

Fjalla um áhrif­in en mega ekki nefna or­sök­ina á nafn

Þessi óskráðu lög tóku gildi hjá stofn­un­inni eft­ir að re­públi­kan­inn Rick Scott tók við sem rík­is­stjóri árið 2011 og skipaði nýj­an for­stöðumann yfir stofn­un­ina. Scott hef­ur ít­rekað lýst því yfir að hann sé ekki sann­færður um að menn beri ábyrgð á lofts­lags­breyt­ing­um þrátt fyr­ir vís­inda­leg­ar rann­sókn­ir sem sýna fram á hið gagn­stæða.

Nú­ver­andi og fyrr­ver­andi for­stöðumenn um­hverf­is­stofn­un­ar­inn­ar vildu ekki tjá sig um málið en upp­lýs­inga­full­trúi henn­ar hafn­ar því að slíkt bann við orðanotk­un sé við lýði. Talsmaður rík­is­stjóra­embætt­is­ins tek­ur í sama streng.

Ann­ar fyrr­ver­andi starfsmaður stofn­un­ar­inn­ar seg­ir hins veg­ar að starfsliðið hafi verið varað við því að nota þessi orð í skýrsl­um því að það myndi leiða til þess að verk­efni þeirra fengju óæski­lega at­hygli.

„Við vor­um að fjalla um áhrif og efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar lofts­lags­breyt­inga en samt meg­um við ekki vísa til þeirra,“ sagði starfsmaður­inn sem vildi ekki koma fram und­ir nafni.

Frétt sam­taka rann­sókn­ar­blaðamanna í Flórída

mbl.is

Bloggað um frétt­ina