Eitruðu hrefnukjöti fargað

Heil­brigðis­yf­ir­völd í Jap­an hafa fargað hrefnu­kjöti sem flutt var til lands­ins frá Nor­egi eft­ir að í ljós kom að tvö­falt meira magn af mein­dýra­eitri var að finna í kjöt­inu en heim­ilt er.

Stjórn­völd til­kynntu um þetta í kjöl­far þess að vest­ræn um­hverf­is­sam­tök birtu frétt um málið.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá heil­brigðisráðuneyt­inu fannst eitrið við reglu­bundið eft­ir­lit en sýni eru tek­in úr hval­kjöti bæði áður en það er flutt úr landi og eins við kom­una til Jap­ans. Um var að ræða kjöt sem var flutt inn í apríl og júní í fyrra.

Frétt­in í heild

mbl.is